miðvikudagur, nóvember 24, 2010

Gullmolinn okkar er fæddur!

Lítill drengur kom í heiminn 9. nóvember kl 9.57. Hann var 3150g og 52cm.
Hann hefur fengið nafnið Arnar Bailey.
Látum fyrstu fjölskyldumyndina fylgja með, tekin örfáum mínútum eftir fæðingu :)
Öllum heilsast vel!


Arnar Bailey Davidsson Patchell was born on the 9th of November at 9.57 am, weighing 3150g and being 52cm in length. This is a family picutre taken soon after he was born at Winchester Hospital.
Posted by Picasa

laugardagur, maí 08, 2010

Halló halló

Við erum enn á lífi hér í UK. Alveg að koma sumar og alles.

Um síðustu helgi fórum við til London, var voða gaman eins og allaf. Ég þurfti að fá nýtt vegabréf og átti því tíma í sendiráðinu á föstudeginum. Tók mér frí í vinnunni frá kl 11. Tók strætó frá vinnunni og til Winchester sem er svo sem ekki í frásögu færandi nema hvað að ég fékk hjartaáfall yfir verðinu! Hvað haldiði að það kosti í strætó? Þetta er ca 15 mín strætóferð og fyrir það mátti ég punga út 3,50 pundum eða 700 kr! Fannst það vera rán um hábjartan dag. Ég hef svo sem ekki tekið strætó á Íslandi í nokkur ár en síðast þegar ég vissi kostaði einhvern 220 kall fyrir 1 far. Nóg um það, frá Winchester tók ég svo lestina til London (næstum 6000 kall fram og til baka). Sendiráðið er í Knightsbridge ásamt öllum hinum sendiráðunum og Gucci, Prada félögum. Það tók ekki nema ca korter að redda einu vegabréfi. Skella af mynd (bannað að brosa... hvað er það?) og kvitta undir á svona bankadæmi sem maður skrifar eins og maður sé 5 ára. Verð samt að segja að það tók ekki nema 5 daga áður en vegabréfið var komið frá Íslandi og innum dyrnar hjá okkur! Frekar gott... maður myndi sennilega þurfa að fá flýtimeðferð ef maður væri á Íslandi!!

Finnst sendiráðið var í Knightsbridge þá varð maður náttúrulega að kíkja aðeins í Harrods í leiðinni :) Svo hélt ég á hótelið, tókst samt að villast og tók því auka hálftíma göngutúr... allt af því að ég fór útúr lestarstöðinni á öðrum stað en venjulega. En fann hótelið samt að lokum og þar var rosa flott. David kom svo með lestinni seinna um kvöldið eftir að hann var búinn að þjálfa. Fórum útað borða og löbbuðum útum allt um kvöldið. Fórum svo morguninn eftir á Tate Britain, hittum eina vinkonu í hádeginu og borðuðum á geðveikum tælenskum stað. Löbbuðum meira útum allt. Kíktum í allar húsgagnabúðirnar á Tottenham Court Road... David til mikillar gleði. Fundum líka vafasama hlutann af kínahverfinu... alveg óvart sko! :) Svo byrjaði þessi líka mígandi rigning þannig að við forðuðum okkur í nokkrar búðir, borðuðum og héldum svo í átt heim. Vorum búin að vera að spá í að fara á söngleik en fengum enga spennandi miða þannig að það verður gert fljótlega.

Svo var ég á námskeiði í síðustu viku með Toby Hall en hann kenndi okkur í Perth. Þetta var mjög fínt námskeið. Ekkert nýtt en mjög góður reminder fyrir hitt og þetta. Alltaf gott að fara á námskeið inná milli þar sem er ekkert nýtt og maður er bara nokkuð vel með á nótunum. Þarna kom sér vel að vera launþegi, var á fullum launum á námskeiðinu auk þess sem vinnan borgar fyrir námskeiðið líka! Kvarta ekki yfir því. Námskeiðið var haldið á stærsta NHS spítalanum í Southampton. Það var frekar furðulegt að labba inn um dyrnar verðu að segjast. Í andyrinu voru svona eins og 15 búðir (myndi teljast verslunarmiðstöð á Íslandi enda álíka stórt og Mjóddin). Þarna voru sem sagt fatabúðir, skartgripabúð, gjafavöruverslun, risastórt WHSmith, alls konar sérvöruverslanir og svo kaffihús, Burger king og fleira í þeim dúr! Svo hófst leitin að sjúkrajálfunardeildinni sem fannst svo eftir ca 15 mín niðrí kjallara en ekki hvað. Þarna vinna um 120 sjúkraþjálfarar og sjúkraþjálfunardeildin kannski 2x stærri en á Borgarspítalanum. Þeir eru með sundlaug sem er á stærð við heitan pott og kannski hægt að koma 2 sjúklingum í einu. En það voru ágætir tækjasalir og alls konar græjur svo sem. Ég er samt enn þá aum hér og þar eftir þetta námskeið, maður fann rosalega fyrir því hvað handtökin hjá fólkinu voru ekkert sérstaklega pro, alveg eins og í Ástralíu þá töluðum við öll um hvað það var mikill munur á handtökunum hjá öllum í byrjun og í lokin. En mér sýndist á öllum að svona þessi almenni sjúkraþjálfari í NHS sé ekkert voða mikið í bekkjavinnu heldur meira svona allir í æfingar dæmi.

Annars er ég orðin frekar leið á minni vinnu verður að segjast, var ekki alveg að nenna þessu þegar ég kom aftur í vinnuna eftir vikufrí. Það er akkúrat enga vinnu að fá hér á þessu svæði sem er eitthvað spennandi, maður þarf að fara til London til þess. David er hins vegar búin að fá ýmis tilboð frá skólanum til að vera áfram og eitthvað... Sjáum til hvað gerist, erum svona að spá hvað við gerum í haust búsetulega séð. Ef einhvern vantar íþróttakennara í vinnu á Íslandi má sá hinn sami láta mig vita:)

Læt þetta duga í bili enda orðin algjör langavitleysa!

Bið að heilsa ykkur, knús
Guðný

laugardagur, apríl 10, 2010

Fólkið í stóra húsinu

Ég man ekki hvort ég var einhvern tíma búin að blogga um nágranna okkar... á bak við blokkina okkar er sem sagt þetta risastóra einbýlishús á risastórri lóð, allt vel girt með massívu hliði á innkeyrslunni. Þetta fólk veit greinilega ekkert hvað það á að gera við peningana. Konan virðist vera heimavinnandi og maðurinn... ja maður sér hann oft vera að fara eitthvað svona um 10 leitið á daginn bara casual klæddur og hann er alltaf kominn heim fyrir kvöldmat virðist vera... þannig að það er ekki eins og þetta fólk vinni myrkranna á milli.

Um jólin þá komu 4 menn frá einhverju fyrirtæki til að setja upp jólaseríur... það tók þá heilan dag að setja grílukertaseríur meðfram öllu þakinu... þetta var gert ca 15. des. Fólkið fór svo greinilega til útlanda í fríi á annan í jólum þannig að það fékka að loga á þessum ljósum í heila 10 daga! Svo komu kallarnir aftur til að taka þetta niður eftir áramótin.

Nú er að koma sumar og um daginn kom flutningabíll með tvö full size fótboltamörk sem standa í garðinum og dag var það allra nýjasta... hoppukastali í fullri stærð! Ég held að krakkarnir hafi hoppað í honum í svona 5 mín, þá voru þau farin að gera eitthvað annað.

Svo virðist vera vorhreingerning hjá þeim í gangi þessa dagana... það kom ruslagámur fyrir framan hliðið hjá þeim fyrir svona 2 vikum, það kostar víst 100 pund á dag. Í gámnum er svona 4 fjallahjól af mismunandi barnastærðum ásamt alls konar öðru dóti!

Það sem mér finnst mjög skrítið við þetta allt saman líka er það að ef ég ætti svona mikinn pening og hefði verið að hafa fyrir því að draga út hoppikastala, setja hann í samband og allar græjur þá hefði ég boðið kannski vinum barnanna eða börnum vinafólks og nágrönnum og svona til að koma og njóta þess en þetta fólk er alltaf bara með hliðið harðlæst!!

Alla vega... nóg um nágrannana, nei annars... verð að bæta því við að karlinn bauðst til að draga okkur upp úr innkeyrslunni í vetur á fjórhjóladrifna jeppanum sínum... það er alla vega eitthvað!

Annars er bara gott að frétta. Ég er alein heima þessa dagana, í heila viku!! David er á námskeiðið í fjallaleiðsögn í Wales og kemur ekki fyrr en á föstudaginn næsta... :( Ég er því bara heima í rólegheitum. Veðrið er búið að vera rosa gott síðustu daga, 18 stiga hiti ca síðustu 2 daga og sól... ekki slæmt það.

Læt þetta duga í bili, biðjum að heilsa öllum, Guðný

mánudagur, apríl 05, 2010

Gleðilega páska

Héðan er allt gott að frétta að venju. Páskafríið byrjaði loksins á föstudaginn og við erum búin að hafa það þvílíkt gott síðan; sofa út, borða góðan mat, borða íslenskt súkkulaði, borða meiri mat, leggja sig, fara í bíltúr, göngutúr, ræktina....

Svo er það bara vinna aftur á morgun og ég er sko ekki að nenna þvi! Klikkað að gera alltaf í þessari vinnu og eins og áður eru mjög margir þessara sjúklinga að koma úr aðgerðum og er því alveg dead boring auk þess sem vinnudagarnir eru bara ansk langir... er að spá í að fækka vinnutímunum á mánuði... grínlaust, fíla mig reyndar sem frekar mikinn letingja að vera að íhuga það, sé foreldra mína eða ömmu og afa í anda hafa gert það sama! En er nú bara að spá í að fækka tímunum úr 40 í 37,5, en ætli maður myndi þá ekki þurfa að byrja seinna frekar en að hætta fyrr þannig að sjáum til... er bara ekki að nenna að vinna frá 11 til 20.30 tvo daga í viku...

Annars erum við að plana frí í lok maí þegar mamma og pabbi koma í heimsókn, verður næs að vera í fríi heila viku þá! Geri svo ráð fyrir Íslandsferð í lok júlí einhvern tíma, nánar um það síðar.

Man nú bara ekki eftir fleiru í bili! David biður að heilsa öllum, over and out Guðný

laugardagur, mars 13, 2010

Smá fréttaskot

Héðan er allt gott að frétta bara... mest megnis sama sagan, vakna, vinna, borða, sofa...
Um síðustu helgi var ég á námskeiði sem var nokkuð ágætt bara, vinnutengt að sjálfsögðu, en eftir námið í Ástralíu er maður orðinn aðeins kröfuharðari verður að segjast!! Vinnan gengur sinn vana gang, er farin að venjast þessu... áður en ég fór út í námið hefði þetta verið draumavinnan mín, passlega gott bland af stoðkerfis og bæklunarsjúkraþjálfun með slatta af vatnsleikfimi inná milli (einstaklings). Núna hins vegar finnst manni var algjört "waste of time" að hanga yfir einhverju fólki hjóla eða labba fram og til baka í sundlaug. En maður er að læra helling, sérstaklega í "íþróttameiðslaklíníkinni" þar sem maður er að skoða með íþróttalækninum, sérstaklega þar sem læknirinn er aðallæknir enska krikketliðsins, southampton fc og fleiri þannig að við erum að fá alveg pró írþróttamenn. Svo lendir maður líka alltaf annað slagið í því að fá beiðnir og hafa ekki grænan grun hvað var gert við viðkomnandi, fékk til dæmis konu um daginn og á beðininni stóð að 1 viku fyrr hafði hún verið í "Fulkerson's" aðgerð, konan var í þessari massa miklu spelku sem er föst í 0 gráðum. Ég hafði náttúrlega ekki grænan grun hvað þetta var fyrir það fyrsta og þess heldur hvað ég ætti að gera :) Þá kemur google sér vel!! Svo er einn læknir á spítalanum sem er að gera þvílíkt flóknar bakaðgerðir... margt af þessu hef ég aldrei heyrt um!

Nóg um vinnuna. ÉG keypti mér saumavél um síðustu helgi, hún var þrítugsafmælisgjöf frá mömmu og pabba. Í þessari viku er ég búin að vera að stytta buxur og gera við föt eins og enginn sé morgundagurinn og sauma púðann sem ég prjónaði og þæfði munstur í... allt að gerast! Fór svo líka í HobbyCraft um síðustu helgi og keypti garn og pappír í kort og alls konar... nú vantar mig bara tíma!!!

Bíllinn bilaði svo í dag, vorum á leiðinni heim og stoppuðum í bílaröð, tók hann þá ekki uppá því að drepa á sér og fór ekkert í gang aftur, tryggingafélagið kom, gaurinn gat ekki startað honum og dró okkur því heim. Verður fróðlegt á mánudaginn að sjá hvað þeir segja!! Þessi bíll hefur alveg séð betri tíma sko... kemur í ljós!

Það er farið að hlýna alveg slatta hérna hjá okkur og búið að vera frekar gott veður undanfarið. Fyrsti sláttur "sumarsins" var í síðustu viku! Páskaliljurnar eru að koma upp og allt að gerast.

Ef þið heyrið ekkert meira frá mér þá er það eflaust af því að á morgun hef ég samþykkt að hlaupa 9 mílur, héðan og til Winchester... spurning hvort ég hafði það af! Það verður alla vega fróðlegt... við erum að tala um 15 km!!

Alla vega... man ekki eftir neinu spennandi til að segja frá. Bið að heilsa öllum og vona að þið hafið það gott.

Kveðja úr vorinu, Guðný

sunnudagur, febrúar 21, 2010

Password for new photos is my middle name again, so if you dont know it, e-mail Gudny or I and if you dont have our e-mail address it means we probably dont know you well enough for you to view them:)
Hello one and all,

So the year 2010 is nearly 3 months old, which is really scarry as does seem only yesterday that I was stood with Gudny and my Mum watching the basic fireworks on our balcony for New Years. We are told we have just left the noughties, but they have not figured out what to call the years between 2010 - 2020!?

Our flat is feeling very much like home now and to date we have:
  • Cleaned and tidied far too much when first moving in
  • Had a 2m x 1m oak table delivered
  • Had broadband fitted after finding our phone socket was smashed!
  • Figured our how to use our storage heaters and economy 7 heating...had 1 heater fixed after fuse blew and it stopped working.
  • Had a new shower fitted as other one stopped mid shower for Gudny:)
  • Had a sofa delivered twice due to first one having a rip in the leather...the delivery men loved carring in up two floors:)
  • Been to A&E twice, once for Gudny slicing her finger and once for my Mum
  • Been to Sweden and planning lots more...
Gudny and I can not believe that it has now been two years since for we left Australia and New Zealand and were reminded how brilliant Perth is when it appeared on a relocation programme on the TV. We definately felt like being back in the southern hemisphere when the snows came to the UK...well 5cm at most to our area. It shows how the UK is not ready for weather like this and it literally brings the country to a stand still...those of you that have proper winters would find it all very funny. I felt it personally as I could not get my car up the slight hill from our flat and had to swap places with Gudny and push it up with our neighbour. I ended up parking the car on the street! A few days later I had to turn back about 200m from the flat as I was sliding all over the road and saw one car roll back down a hill into the car behind...I phoned school and took the bus to work. The good point was I had 3 days off of school as it was closed due to the weather!:)

We have just got back from Sweden where we met up with Gudnys parents and her brother and his family who live there. I wont mention go-carting, as I finished last, I lapped 5 seconds slower than Gunnar who is 11!!! I did win at pool and table tennis but am no good at Guitar Hero...I will leave that for Gudny and Gunnar to battle it out for 100% hitting of notes. I missed seeing an owl that was on the car, and Gunnar said recently they had a deer visit their garden...however, we were lucky to fly back and my car not work! The breakdown man did not want to take us and the car back the 2 hours to home, but unlucky for him I had this on my insurance, so he had to. Luckily the car was fixed 2 days later after they found out the starter firing ignition was broken!

So until next time, enjoy the pictures and take care xxx

laugardagur, janúar 30, 2010

No news is good news

Hef ekki frá neinu spennandi að segja svo þetta verður stutt blogg. Við höfum það bara gott hér í Englandi. Það er aðeins að hlýna og daginn farið að lengja aðeins, byrjað að byrta þegar maður labbar í vinnuna rétt fyrir 8. Vikurnar bara líða án þess að maður nái að blikka augunum.
Við erum svo á leið til Gautaborgar eftir 2 vikur, verður næs að hitta Bigga og co + mútt og datt.
That's it... vantar að skrifandinn leggist yfir... kannski næst! Þangað til hafið það gott x x x

laugardagur, janúar 09, 2010

Snowy England

Héðan frá Englandinu er bara allt gott að frétta. Kuldakastið heldur áfram og Bretar eru að missa sig yfir því, mesti kuldi í einhver 30 ár eða meira. Ég held að þetta fylgi mér svei mér þá!! Í Perth fengum við blautasta vetur í manna minnum (alveg brilliant þegar maður er ekki með bíl) og nú í Englandi kaldasti vetur í skrilljón ár! Ég kvarta svo sem ekkert, kyndi bara íbúðina eins mikið og þörf er á og borga svo bara rafmagnsreikninginn með brosi á vör. Hlæ mig svo máttlausa af fólki sem er að reyna að gera eitthvað fáránlegt í hálkunni, fólk heldur að bílarnir þeirra séu einhverjir svaka fjallabílar en kemst svo ekki útúr innkeyrslunni hjá sér og spólar og spólar og spólar eins og vitleysingar... David er búinn að vera í fríi síðan á miðvikudag útaf veðrinu. Svo á sennilega að snjóa aftur í nótt þannig að hann er vongóður um frí á mánudaginn líka... haha. Það var ekkert að færðinni þannig lagað, skólarnir eru bara lokaðir útaf "health and safety" dæmi... það gæti einhver nemandi dottið í frímínútum og handleggsbrotnað... þannig að skólunum er bara lokað! Ég er hins vega búin að mæta í vinnu alla dagana og mest megnis hanga yfir engu, mig minnir að það hafi 2 mætt á miðvikudaginn og 3 á fimmtudaginn þrátt fyrir að vera fullbókuð, allir hinir afboðuðu.

Annars er lítið að frétta, lífið gengur bara sinn vana gang :) Biðjum bara að heilsa öllum, Guðný og David

þriðjudagur, desember 29, 2009

Komin með netið!!!

Þá erum við loksins komin með netið... löng saga að segja frá því svo ég ætla bara að sleppa því!

Vinnan er bara mjög fín, líst alla vega vel á þetta. Helsti gallinn er kannski að ég er að fá aðeins of mikið af orthopediskum sjúklingum að mínu mati, þ.e. post op hné, mjaðmir, bök, axlir og þannig, ýmist speglanir eða liðskipti. Maður getur líka litið á það sem bónus þar sem dagurinn við bekkinn verður auðveldari þegar maður er með marga í salnum eða í sundi... Það fer líka ekkert á milli mála að þetta er einkarekið batterí... sjúklingarnir eru að tala um að þeir þurfi að komast "í lag" sem fyrst til að sigla á snekkjunum sínum og fara svo í hesthúsið og eitthvað áður en það skreppur svo til nýja sjálands...

Desember er fínn tími til að byrja í nýrri vinnu... jólapartý vinnunnar var 12 des og var haldið á the Rose Bowl... þar var þessi fíni matur, casínó, klessubílar (sá sem fattaði uppá þeirri hugmynd er snillingur... eftir nokkra bjóra fórum við svona 7x í röð í klessubílana sem var bara fyndið!), dj, ljósmyndari og guð má vita hvað... ekta jólapartý úr breskri bíómynd!

Svo var jólamatur í vinnunni eitt hádegið, 2 klst í mat þann daginn (enn og aftur á fullum launum enda ekkert verktakavesen). Jólapartý spítalans verður svo í janúar (ekki spyrja mig af hverju) haldið á einhverju hóteli í southampton, allt frítt. Svo fékk maður vínflöskur og hitt og þetta í gjafir frá yfirmönnunum. Fékk líka 2 jólagjafir frá sjúklingunum og fullt af jólakortum ;)

Jólin voru bara mjög notaleg hjá okkur, á aðfangadag vorum við David bara 2 heima. Vorum með laxa-rækjuforrétt, hamborgarhrygg og tilheyrandi í aðalrétt með malti og appelsíni, og svo heimagerðan ís í eftirrétt... mjög næs! Fengum margt fallegt í jólagjöf, ég er til dæmis stoltur kitchenaid eigandi:) David fékk hlaupabuxur og jakka, nýjan strap fyrir púlsmælinn, ullarnærföt, annan jakka og dvd frá mér. Jólaórói ársins kominn útí glugga og svona:) Á jóladag byrjuðum við hjá ömmu hans david í hádeginu í svona "finger food" dæmi og fórum svo til mömmu hans í kvöldmat. Erum svo bara búin að vera í rólegheitum að dúllast eitthvað.

Á morgun er það svo vinna hjá mér og vinna alveg til 2 á gamlárskvöld! Það stefnir allt í rólegt gamlárskvöld hjá okkur, erum að spá í að vera bara 2 heima, elda innbakað naut og hafa það kósí, stúta kampavínsflösku og eitthvað :)

Anyways... þetta er meira en nóg í bili en þar sem netið er komið í lag þá má eiga von á reglulegum fréttaskotum frá Englandinu!!!

Hafið það gott um áramótin, Guðný og David