laugardagur, mars 13, 2010

Smá fréttaskot

Héðan er allt gott að frétta bara... mest megnis sama sagan, vakna, vinna, borða, sofa...
Um síðustu helgi var ég á námskeiði sem var nokkuð ágætt bara, vinnutengt að sjálfsögðu, en eftir námið í Ástralíu er maður orðinn aðeins kröfuharðari verður að segjast!! Vinnan gengur sinn vana gang, er farin að venjast þessu... áður en ég fór út í námið hefði þetta verið draumavinnan mín, passlega gott bland af stoðkerfis og bæklunarsjúkraþjálfun með slatta af vatnsleikfimi inná milli (einstaklings). Núna hins vegar finnst manni var algjört "waste of time" að hanga yfir einhverju fólki hjóla eða labba fram og til baka í sundlaug. En maður er að læra helling, sérstaklega í "íþróttameiðslaklíníkinni" þar sem maður er að skoða með íþróttalækninum, sérstaklega þar sem læknirinn er aðallæknir enska krikketliðsins, southampton fc og fleiri þannig að við erum að fá alveg pró írþróttamenn. Svo lendir maður líka alltaf annað slagið í því að fá beiðnir og hafa ekki grænan grun hvað var gert við viðkomnandi, fékk til dæmis konu um daginn og á beðininni stóð að 1 viku fyrr hafði hún verið í "Fulkerson's" aðgerð, konan var í þessari massa miklu spelku sem er föst í 0 gráðum. Ég hafði náttúrlega ekki grænan grun hvað þetta var fyrir það fyrsta og þess heldur hvað ég ætti að gera :) Þá kemur google sér vel!! Svo er einn læknir á spítalanum sem er að gera þvílíkt flóknar bakaðgerðir... margt af þessu hef ég aldrei heyrt um!

Nóg um vinnuna. ÉG keypti mér saumavél um síðustu helgi, hún var þrítugsafmælisgjöf frá mömmu og pabba. Í þessari viku er ég búin að vera að stytta buxur og gera við föt eins og enginn sé morgundagurinn og sauma púðann sem ég prjónaði og þæfði munstur í... allt að gerast! Fór svo líka í HobbyCraft um síðustu helgi og keypti garn og pappír í kort og alls konar... nú vantar mig bara tíma!!!

Bíllinn bilaði svo í dag, vorum á leiðinni heim og stoppuðum í bílaröð, tók hann þá ekki uppá því að drepa á sér og fór ekkert í gang aftur, tryggingafélagið kom, gaurinn gat ekki startað honum og dró okkur því heim. Verður fróðlegt á mánudaginn að sjá hvað þeir segja!! Þessi bíll hefur alveg séð betri tíma sko... kemur í ljós!

Það er farið að hlýna alveg slatta hérna hjá okkur og búið að vera frekar gott veður undanfarið. Fyrsti sláttur "sumarsins" var í síðustu viku! Páskaliljurnar eru að koma upp og allt að gerast.

Ef þið heyrið ekkert meira frá mér þá er það eflaust af því að á morgun hef ég samþykkt að hlaupa 9 mílur, héðan og til Winchester... spurning hvort ég hafði það af! Það verður alla vega fróðlegt... við erum að tala um 15 km!!

Alla vega... man ekki eftir neinu spennandi til að segja frá. Bið að heilsa öllum og vona að þið hafið það gott.

Kveðja úr vorinu, Guðný

Engin ummæli: