mánudagur, apríl 05, 2010

Gleðilega páska

Héðan er allt gott að frétta að venju. Páskafríið byrjaði loksins á föstudaginn og við erum búin að hafa það þvílíkt gott síðan; sofa út, borða góðan mat, borða íslenskt súkkulaði, borða meiri mat, leggja sig, fara í bíltúr, göngutúr, ræktina....

Svo er það bara vinna aftur á morgun og ég er sko ekki að nenna þvi! Klikkað að gera alltaf í þessari vinnu og eins og áður eru mjög margir þessara sjúklinga að koma úr aðgerðum og er því alveg dead boring auk þess sem vinnudagarnir eru bara ansk langir... er að spá í að fækka vinnutímunum á mánuði... grínlaust, fíla mig reyndar sem frekar mikinn letingja að vera að íhuga það, sé foreldra mína eða ömmu og afa í anda hafa gert það sama! En er nú bara að spá í að fækka tímunum úr 40 í 37,5, en ætli maður myndi þá ekki þurfa að byrja seinna frekar en að hætta fyrr þannig að sjáum til... er bara ekki að nenna að vinna frá 11 til 20.30 tvo daga í viku...

Annars erum við að plana frí í lok maí þegar mamma og pabbi koma í heimsókn, verður næs að vera í fríi heila viku þá! Geri svo ráð fyrir Íslandsferð í lok júlí einhvern tíma, nánar um það síðar.

Man nú bara ekki eftir fleiru í bili! David biður að heilsa öllum, over and out Guðný

1 ummæli:

African Sermon Safaris sagði...

Thanks for sharing great information.