laugardagur, apríl 10, 2010

Fólkið í stóra húsinu

Ég man ekki hvort ég var einhvern tíma búin að blogga um nágranna okkar... á bak við blokkina okkar er sem sagt þetta risastóra einbýlishús á risastórri lóð, allt vel girt með massívu hliði á innkeyrslunni. Þetta fólk veit greinilega ekkert hvað það á að gera við peningana. Konan virðist vera heimavinnandi og maðurinn... ja maður sér hann oft vera að fara eitthvað svona um 10 leitið á daginn bara casual klæddur og hann er alltaf kominn heim fyrir kvöldmat virðist vera... þannig að það er ekki eins og þetta fólk vinni myrkranna á milli.

Um jólin þá komu 4 menn frá einhverju fyrirtæki til að setja upp jólaseríur... það tók þá heilan dag að setja grílukertaseríur meðfram öllu þakinu... þetta var gert ca 15. des. Fólkið fór svo greinilega til útlanda í fríi á annan í jólum þannig að það fékka að loga á þessum ljósum í heila 10 daga! Svo komu kallarnir aftur til að taka þetta niður eftir áramótin.

Nú er að koma sumar og um daginn kom flutningabíll með tvö full size fótboltamörk sem standa í garðinum og dag var það allra nýjasta... hoppukastali í fullri stærð! Ég held að krakkarnir hafi hoppað í honum í svona 5 mín, þá voru þau farin að gera eitthvað annað.

Svo virðist vera vorhreingerning hjá þeim í gangi þessa dagana... það kom ruslagámur fyrir framan hliðið hjá þeim fyrir svona 2 vikum, það kostar víst 100 pund á dag. Í gámnum er svona 4 fjallahjól af mismunandi barnastærðum ásamt alls konar öðru dóti!

Það sem mér finnst mjög skrítið við þetta allt saman líka er það að ef ég ætti svona mikinn pening og hefði verið að hafa fyrir því að draga út hoppikastala, setja hann í samband og allar græjur þá hefði ég boðið kannski vinum barnanna eða börnum vinafólks og nágrönnum og svona til að koma og njóta þess en þetta fólk er alltaf bara með hliðið harðlæst!!

Alla vega... nóg um nágrannana, nei annars... verð að bæta því við að karlinn bauðst til að draga okkur upp úr innkeyrslunni í vetur á fjórhjóladrifna jeppanum sínum... það er alla vega eitthvað!

Annars er bara gott að frétta. Ég er alein heima þessa dagana, í heila viku!! David er á námskeiðið í fjallaleiðsögn í Wales og kemur ekki fyrr en á föstudaginn næsta... :( Ég er því bara heima í rólegheitum. Veðrið er búið að vera rosa gott síðustu daga, 18 stiga hiti ca síðustu 2 daga og sól... ekki slæmt það.

Læt þetta duga í bili, biðjum að heilsa öllum, Guðný

Engin ummæli: