laugardagur, janúar 09, 2010

Snowy England

Héðan frá Englandinu er bara allt gott að frétta. Kuldakastið heldur áfram og Bretar eru að missa sig yfir því, mesti kuldi í einhver 30 ár eða meira. Ég held að þetta fylgi mér svei mér þá!! Í Perth fengum við blautasta vetur í manna minnum (alveg brilliant þegar maður er ekki með bíl) og nú í Englandi kaldasti vetur í skrilljón ár! Ég kvarta svo sem ekkert, kyndi bara íbúðina eins mikið og þörf er á og borga svo bara rafmagnsreikninginn með brosi á vör. Hlæ mig svo máttlausa af fólki sem er að reyna að gera eitthvað fáránlegt í hálkunni, fólk heldur að bílarnir þeirra séu einhverjir svaka fjallabílar en kemst svo ekki útúr innkeyrslunni hjá sér og spólar og spólar og spólar eins og vitleysingar... David er búinn að vera í fríi síðan á miðvikudag útaf veðrinu. Svo á sennilega að snjóa aftur í nótt þannig að hann er vongóður um frí á mánudaginn líka... haha. Það var ekkert að færðinni þannig lagað, skólarnir eru bara lokaðir útaf "health and safety" dæmi... það gæti einhver nemandi dottið í frímínútum og handleggsbrotnað... þannig að skólunum er bara lokað! Ég er hins vega búin að mæta í vinnu alla dagana og mest megnis hanga yfir engu, mig minnir að það hafi 2 mætt á miðvikudaginn og 3 á fimmtudaginn þrátt fyrir að vera fullbókuð, allir hinir afboðuðu.

Annars er lítið að frétta, lífið gengur bara sinn vana gang :) Biðjum bara að heilsa öllum, Guðný og David

Engin ummæli: