þriðjudagur, desember 29, 2009

Komin með netið!!!

Þá erum við loksins komin með netið... löng saga að segja frá því svo ég ætla bara að sleppa því!

Vinnan er bara mjög fín, líst alla vega vel á þetta. Helsti gallinn er kannski að ég er að fá aðeins of mikið af orthopediskum sjúklingum að mínu mati, þ.e. post op hné, mjaðmir, bök, axlir og þannig, ýmist speglanir eða liðskipti. Maður getur líka litið á það sem bónus þar sem dagurinn við bekkinn verður auðveldari þegar maður er með marga í salnum eða í sundi... Það fer líka ekkert á milli mála að þetta er einkarekið batterí... sjúklingarnir eru að tala um að þeir þurfi að komast "í lag" sem fyrst til að sigla á snekkjunum sínum og fara svo í hesthúsið og eitthvað áður en það skreppur svo til nýja sjálands...

Desember er fínn tími til að byrja í nýrri vinnu... jólapartý vinnunnar var 12 des og var haldið á the Rose Bowl... þar var þessi fíni matur, casínó, klessubílar (sá sem fattaði uppá þeirri hugmynd er snillingur... eftir nokkra bjóra fórum við svona 7x í röð í klessubílana sem var bara fyndið!), dj, ljósmyndari og guð má vita hvað... ekta jólapartý úr breskri bíómynd!

Svo var jólamatur í vinnunni eitt hádegið, 2 klst í mat þann daginn (enn og aftur á fullum launum enda ekkert verktakavesen). Jólapartý spítalans verður svo í janúar (ekki spyrja mig af hverju) haldið á einhverju hóteli í southampton, allt frítt. Svo fékk maður vínflöskur og hitt og þetta í gjafir frá yfirmönnunum. Fékk líka 2 jólagjafir frá sjúklingunum og fullt af jólakortum ;)

Jólin voru bara mjög notaleg hjá okkur, á aðfangadag vorum við David bara 2 heima. Vorum með laxa-rækjuforrétt, hamborgarhrygg og tilheyrandi í aðalrétt með malti og appelsíni, og svo heimagerðan ís í eftirrétt... mjög næs! Fengum margt fallegt í jólagjöf, ég er til dæmis stoltur kitchenaid eigandi:) David fékk hlaupabuxur og jakka, nýjan strap fyrir púlsmælinn, ullarnærföt, annan jakka og dvd frá mér. Jólaórói ársins kominn útí glugga og svona:) Á jóladag byrjuðum við hjá ömmu hans david í hádeginu í svona "finger food" dæmi og fórum svo til mömmu hans í kvöldmat. Erum svo bara búin að vera í rólegheitum að dúllast eitthvað.

Á morgun er það svo vinna hjá mér og vinna alveg til 2 á gamlárskvöld! Það stefnir allt í rólegt gamlárskvöld hjá okkur, erum að spá í að vera bara 2 heima, elda innbakað naut og hafa það kósí, stúta kampavínsflösku og eitthvað :)

Anyways... þetta er meira en nóg í bili en þar sem netið er komið í lag þá má eiga von á reglulegum fréttaskotum frá Englandinu!!!

Hafið það gott um áramótin, Guðný og David

Engin ummæli: