sunnudagur, desember 06, 2009

Smá fréttaskot

Það er svo langt síðan ég skrifaði eitthvað ég man ekki hvert ég var komin en það er búið að vera margt að gerast hér í Englandinu. Við fengum íbúðina afhenta og erum enn að koma okkur fyrir, hún var alveg ógeðslega skítug og ógeðsleg þannig að það tók við margra daga stórhreingerning en þetta er allt að koma núna og fer bara að verða nokkuð heimilislegt! Borðstofuborðið og stólarnir sem við keyptum á ebay eru komnir, það var ekkert smá mál að bera það uppá 3 hæð enda 100 kg og stuð að koma þessu fyrir horn og yfir handrið og alls konar... Núna vantar okkur bara sófa... þessa dagana er setið í svona "tölvuleikjastól" og svo borðstofustólunum...

Símalínan er loksins komin í lag (eftir heilmikið vesen) þannig að við förum að fara að fá internet tengingu heim... gefum því nú samt svona 10 daga... hlutirnir gerast ekkert alveg eins og skot hérna!!

Ég er byrjuð að vinna á nýja staðnum, spítala! Fyrsta skipti á ævinni launþegi... er mikið að fíla það! Fékk þær fréttir þegar ég mætti fyrsta daginn að ég myndi þurfa að taka einhverja daga í frí um jólin!! Í fyrsta lagi er spítalinn lokaður frá kl 2 á aðfangadag til 29.des, leiðinlegt að þurfa að sitja heima á fullum launum þá daga... en þar að auki vinn ég mér inn rúml. 2 frídaga í desember sem maður má ekki taka með sér milli ára þannig að ég þarf að taka þessa daga í frí þarna um jólin líka... var alveg miður mín þegar ég komst að því!! En annars líst mér vel á þessa vinnu, sé nokkuð gott mix af post-op sjúklingum (mjaðmir, hné, hásinar og bök aðallega) og svo sér maður líka hrúgu af bökum og hálsum, slatta mikið af Whiplash og bara hitt og þetta... líst alla vega mjög vel á. Kenni svo einn tíma af vatnsleikfimi á viku svona til brjóta um þann daginn. Á þriðjudagskvöldum (fæ yfirvinnu borgaða fyrir það by the way) verð ég svo í sports injuy klínikinu sem virkar þannig að ég og læknirinn sem sér um það (sem er aðallæknir Southampton FC, enska krikketliðsins o.fl) erum saman í skoðun og öllu og ákveðum hvaða test og rannsóknir þarf að gera o.s.frv. Doktorinn er reyndar í suður-afríku fram yfir áramót með krikketliðinu. Verð að segja að þetta er íþrótt sem ég bara get ekki skilið... hefði kannski átt að setja mig betur inní þetta í Perth þegar maður sat í tímum um öxlina og hafði ekki grænan um hvað var verið að tala... mismunandi kastaðferðir og eitthvað!!! En þetta verður bara spennó. Um næstu helgi er svo Christmas Party með vinnunni, voða fancy, haldið (hold your breath) á krikketleikvangi:) Black tie dæmi og alles, mér er sagt að það séu klessubílar á staðnum... kemur í ljós!

Um helgina erum við annars bara búin að vera að koma okkur fyrir, fórum á jólamarkaðinn í Winchester í gær en við dómkirkjuna er búið að setja upp jólamarkað og skautasvell... þetta er greinilega að draga að fólk alls staðar að því það var ekkert smá hrikilega mikið af fólki í bænum. Okkur var svo boðið út að borða í gærkvöldi, fengum rosa góðan indverskan mat!

Læt þetta duga í bili...

Njótið aðventunnar og hafið það kósí, kv Guðný

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ykkar var sárt saknað um helgina þegar bekkurinn hittist. Gaman að heyra hvað þú ert að stússast í útlöndunum.

Kv. Kristín

Spólan sagði...

Jiii hvað þetta hljómar spennó, þ.e. að vera launþegi!! Hehehe... Gaman að heyra að allt gengur vel og hep-hep-hep með skrifin!
Knús, Ólöf Inga