mánudagur, nóvember 16, 2009

Tími á blogg?

Já, yours truly er að spá í að taka upp þráðinn á blogginu... svona af og til alla vega! Síðan ég kom út í byrjun nóv erum við búin að vera að skoða íbúðir og ýmislegt þannig. Erum komin með íbúð sem er ca 5 mín gögnufjarlægð frá vinnuni minni og David ca korter að keyra í sína vinnu! Náðum meira að segja verðinu niður um 10þús kall á mánuði sem skemmir ekki fyrir. Myndi kannski ekki segja að þetta væri draumaíbúðin en hún er fín til að leigja í eitt ár eða svo. Hún er í frekar gömlu húsi en búið að gera íbúðina alla upp að innan, parket á öllum gólfum og nýtt eldhús og bað og það fylgir ísskápur, frystir, uppþvottavél, þvottavél og þurrkari :) Við fáum hana afhenta næsta laugardag þannig að ég set svo inn myndir þegar við erum búin að koma okkur aðeins fyrir...

Ég er búin að vera á námskeiðum í vinnunni... dead boring, eitthvað um brunavarnir, sýkingahættu, skyndihjálp, líkamsbeitingu og fleira þannig, svona dæmi sem maður verður að gera árlega og öllum finnst hundleiðinlegt! En fínt að það er búið... Svo var ég að vinna í gömlu vinnunni í London um daginn, verð að segja að ég held að ég myndi deyja úr leiðindum í lestinni og skil ekki hvernig ég fór að þessu, ég var rétt tæpar 2 klst á leiðinni í vinnuna, þurfti að fara alla leið til Waterloo til að koma svo aftur út úr london hálfa leið, allgjört drasl þetta lestarkerfi. Í þokkabót eru aldrei sæti svona í morguntraffíkinni þannig að ég stóð í rúman klukkutíma í lestinni (báðar leiðir reyndar) og svo þarf maður liggur við að brjótast inní banka til að borga fyrir lestarmiðann þannig að... mæli ekki með lestarferðum um bretland!! En það var samt voða gaman að koma á gamla vinnustaðinn, hitta alla og þannig og setja sig í gömlu stellingarnar við að gera skoðun og skrifa lögfræðiskýrslu á sama hálftímanum!! Og það 18x í röð!!

Svo er íslandsferð strax á planinu, þó bara stopp í 2 daga áður en ég byrja að vinna... tilboðið hjá iceland express var svo ansi gott... ódýrara að fljúga heim en að senda þessi 20-30 kg í sjópósti!! Þannig að ég kem heim með tóma tösku og fer út með troðfulla!!

Veðrið... verður maður ekki að setja klausu um það líka? Það er búið að vera þetta fína veður svona upp til hópa, um og yfir 10 stig! Í fyrradag varð reyndar rafmangs- og símasambandslaust en þá kom smá rok, kannski svona 10m/s! Og allt var að fara til fjandans, fréttirnar kepptust við að sýna myndir af einhverjum trjám sem voru að fjúka og eitthvað. Sýnir manni hvað þeir mega ekki við neinu hérna! Svo var fólk úti að labba með regnhlífar sem var náttúrulega bara fyndið!!

Held það sé ekki fleira í bili, sé ykkur kannski á Íslandi, Guðný

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæhæ gaman að heyra frá ykkur! Gott að þið funduð íbúð svona nálægt vinnunni því að það er alltaf ágætis launauppbót að þurfa ekki að kosta mikið í daglegar ferðir ;)
Bíð spennt eftir myndum, hafið það súpergott og gangi ykkur vel að koma ykkur vel fyrir.
Knús og kossar, .kv Hildigunnur

Guðný sagði...

Takk fyrir það ;)