sunnudagur, maí 17, 2009

Verið að pakka niður!

Veit ekki hvernig ég ætla mér að koma öllu þessu dóti heim, þarf greinilega eitthvað að fara yfir þetta aftur og endurskipuleggja... getur ekki verið að ég þurfi að hafa öll þessi föt!!

Bara einn vinnudagur eftir á mánudaginn og svo er ég hætt... eftir mánudaginn mun ég aldrei aftur á ævinni ferðast til og frá vinnu með lest, það er alveg á hreinu... jæja, aldrei að segja aldrei en mun að minnsta kosti aldrei ferðast í 1,45 klst í vinnu og aðrar 1,45 klst heim! Og þar að auki vinna frá 8-19! Rugl...

Horfði á Eurovision í gær, Jóhanna stóð sig virkilega vel og að sjálfsögðu kaus ég hana!! Þetta gæti ekki verið betri niðurstaða fyrir Ísland, 1. sæti hefði verið martröð!! Breski commentatorinn sagði að vegna kreppunnar á Íslandi hefði verið óvíst hvort við myndum geta tekið þátt í Eurovision í ár! Hann var greinilega ekki að fíla kjólinn sem Jóhanna var í því það fylgdi sögunni að það hefði ekki verið til peningur til að kaupa kjól þannig að mamma hennar hafi farið uppá háaloft og fundið gamlan brúðarmeyjakjól sem hún hafi frískað uppá!!

Veðrið hér í Englandi er búið að vera ömurlegt um helgina, hávaðarok og rigning, enda skilst mér að það sé gott veður á Íslandi... það virðist aldrei geta verið gott á báðum stöðum!! Vona því að það verði vont sumar í suður-Englandi!

Best að halda áfram að pakka, geri ekki ráð fyrir frekari bloggum frá Tjallalandi. Hlakka svo til að sjá alla á Íslandi í sumar!!!

Guðný

Engin ummæli: