miðvikudagur, apríl 29, 2009

Heimsókn og fl

Það hefur ýmislegt verið brallað frá því síðast...

Mamma kom í heimsókn og var hjá okkur í 5 daga, tíminn var vel nýttur m.a. voru föndruð boðskort en það tók ekki nema um hálfan dag að klára þau, ég átti von á nokkra daga vinnu við þetta... svo var kíkt í búðir, fórum í outlettin í Portsmouth og svo inní Southampton og auðvitað búðirnar í Winchester, kíktum í dómkirkjuna og eitthvað. Mamma kom auðvitað hlaðin íslensku nammi og SS pylsum og reyktum laxi.... jammí! Átveislan stendur enn yfir:)

Ég er í fríi í vinnunni alla þessa viku þar sem vinnan er lokuð á meðan á flutningum stendur og það er of dýrt að vera með sjúkraþjálfara í vinnu við að flytja til húsgögn... Á mánudaginn er svo public holiday þannig að ég byrja ekki að vinna fyrr en á þriðjudaginn næsta á nýja staðnum, allt rosa flott þar, öll skrifborð, hurðir og allt í móttökunni er úr birki, stórir gluggar og skemmtileg birta, risastór meðferðarherbergi, öll auðvitað með nettengdum tölvum eins og var á gamla staðnum. Eldhúsið okkar er með rosa fínum suður svölum... þetta verður alveg frekar töff! Ég hins vegar mun ekki vinna nema 2 vikur þarna á nýja staðnum... sem betur fer því ég er alveg komin með viðbjóð af lestarferðum og bið eftir lestum sem koma seint eða alls ekki! Það verður hins vegar alveg mega mikið að gera þessar 2 vikur sem er bara fínt. Fyrir 2 vikum síðan var ég orðin full bókuð til 29.maí! Ég heyrði útundan mér að stelpan í móttökunni var að tala í símann við einhvern sem vildi fá tíma hjá mér, hann gat valið um að bíða til 29.maí eða fá tíma hjá öðrum sjúkraþjálfara 6. maí... hann vildi frekar bíða til 29!! Greyið hann eða hún mun hins vegar komast að því þá að ég verð hætt... það er svona nett samskiptaleysi í gangi milli eigandans og starfsfólksins í móttökunni greinilega ef það veit ekki að ég verð hætt...

Nóg um það.... tíminn sem eftir er hér í Englandi verður nýttur í að skoða búðir og fleira í þeim dúr:) Kannski fara í einhverjar skoðunarferðir og eitthvað. Veit svo sem ekki hvernig ég ætla að hafa tíma til þess þegar ég verð að vinna frá 6 á morgnana til 8 á kvöldin alla daga vikunnar... sjáum til.

Veðrið hér í Englandi er farið að vera voða gott en svo koma alveg viðbjóðslega kaldir og blautir dagar inná milli en í dag er búin að vera sól og fínt veður og búið að labba í bæinn og svona.

Held ég hætti þessu babbli um ekki neitt...

Yfir og út í bili

Engin ummæli: