miðvikudagur, mars 18, 2009

Fréttir

ÉG ligg hér uppí rúmi hálf lasin með tölvuna í fanginu... hef ekkert betra við tímann að gera en að blogga;)

Vinnufréttir eru helstar þær að ég hef tekið þá ákvörðun að segja upp:) Þótt vinnan sjálf sé alveg ágæt þá er ég bara að gefast upp á þessu lestarferðum og rugli. Svo langar mig líka að nota tímann hér í Englandi til að gera eitthvað sem ég gæti ekki gert heima á Íslandi... þannig að ég ætla að sækja um spítalavinnur hér í nágrenninu, ekki að það séu margar í boði en sjáum til. Það gæti verið gaman að vera á spítala, myndi bara vera með ambúlanta hvort eð er og svo til að brjóta upp daginn gæti maður verið með nema sem mig langar alveg rosalega til að gera og svo kennt vatnsleikfimi og hvað sem manni dettur í hug. OG fengið borgað fyrir að vera í sumarfrí og vera veikur!!! Ég á til dæmis alveg eftir að komast að þvi hvernig ég borga skatt hér í Englandi, nenni bara ekki að spá í það þar sem það er ferkar þunglyndislegt subject! Verktakabransinn bara almennt leiðinlegur...

Þannig að frekari frétta af vinnufrontinum er að vænta... þótt það verði ekki nema til að segja að uppsagnarbréfið hafi verið sent!

David er enn að hugsa málið hvað hann eigi að gera í sambandi við sína vinnu, ef hann tekur þessa vinnu sem þeir eru að bjóða honum þá byrjar hún ekki fyrr en í september en samningurinn sem hann er á núna rennur út um páskana þannig að það er spurning hvað verður... ferkari frétta af því máli er líka að vænta!!

Helgin síðasta var róleg, vorum í einhverju skátastússi á laugardaginn, sáum um póst sem var frekar sniðugur og fólst í að nota vantsflöskur, rör og pumpu til að skjóta flöskunni í gegnum húlahringi sem héngu uppí tré! Á sunnudeginum fórum við svo aðeins í bæinn og eitthvað...

Næstu helgi er ekkert búið að plana en David kemst á fertugsaldurinn á sunnudaginn þannig að eitthvað verður gert sniðugt, hvað sem það svo verður!!!

Man ekki eftir neinu fleiru... farin að leggja mig:)

1 ummæli:

Tóta sagði...

varst að biðja um slúður af degi sjúkraþjálfara það var bara mjög fínt, góðir fyrirlestrar og svo fórum við út að borða 8 saman á Hornið, endaði svo á tjúttinu með Ingu og krillu voða gaman og tótan fékk sér aðeins,, í tánna líkt og foðrum daga í skorinni,,,,,hahha þú kemur nú á næsta ári Guðný mín og við skvettum úr klaufunum:)