Síðasta bloggið frá Perth
Þá er komið að því að við yfirgefum Perth! Hálf skrítið eitthvað verður að segjast... Ég á eftir að sakna ótrúlega margs og við höfum verið svo heppin að kynnast alveg yndislegu fólki sem við munum sakna mikið! Við skulum ekkert byrja að tala um veðurfarið, dýralífið og öll blómin og allt það...
Næsta skref í frágangi hér er sem sagt að pakka niður tölvunni og routernum fyir netið... 1 og hálfur tími í að dótið okkar verði pikkað upp til að senda það til Englands! Ætla nú að reyna að vera dugleg að blogga á ferðalaginu og jafnvel setja inn svona eins og eina eða tvær myndir!!
Þangað til hafið það gott,
Guðný
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli