Fréttaskot frá Perth
Það er svo mikið að gera eftir að skólinn kláraðist að maður gefur sér ekki tíma í að blogga!
Ferðin til Dunsborough með bekknum var rosa fín, húsin sem við vorum í voru rosa flott! Það var hangið á ströndinni og svo eldaður góður matur og rólegheit bara. Kveðjustundir héldu svo áfram alla vikuna. Fór t.d. með Ming og Elinu út að borða í kveðjulunch og fengum okkur hefðbundinn kínverskan Dim Sum. Ming sá auðvitað um að panta þar sem ég skildi ekki orð... þetta var ákveðin upplifun, rosa góður matur auðvitað. Við David fórum svo í brúðkaup hjá einum vinnufélaga hans, það var mjög spes verð ég að setja, brúðguminn tyrkneskur og brúðurin japönsk. Það var mjög svo tyrkneskur keimur yfir þessu og DJ Turk sá um að halda uppi stuðinu með tilheyrandi tyrkneskri mússík og reykvél! hahaha Það voru dansaðir tyrkneskir hringdansar alveg hægri vinstri og meira að segja mamma brúðarinnar og frænkur voru komnar útá dansgólfið í miðjan æsinginn í tyrkjunum... voðalega penar og settlegar konur, dressaðar í japanskan kimono í hringdönsunum... svo tóku þær bara fram blævænginn þegar það fór að hitna í kolunum á dansgólfinu:)
Svo var lagt í'ann í ferðalag um suðvesturhornið... Við pökkuðum niður í þessa ferð á ca 15 mín, það fól í sér að tjaldi var hent í skottið, einum svefnpoka og sæng, bikiní og stuttbuxum og that's about it. Þetta voru ansi harðar dýnulausar nætur og við gleymdum alveg að taka með potta og pönnur og önnur eldhúsáhöld þannig að það var ekki mikið hægt að elda;) en fransbrauð með Nutella stendur fyrir sínu í öll mál!! Er annars að hugsa um að láta myndir bara tala sínu máli og set þær inná myndasíðuna seinna í dag...
Annars er bara verið að pakka niður á milljón... maður sankar að sér alls konar dóti á einu ári!! Svo þarf að þrífa allt þannig að helgin fer í það, auk þess sem fleiri kveðjustundir eru á planinu. Í kvöld erum við að fara út að borða með fólkinu uppi!
Á mánudaginn fljúgum við svo til Brisbane til að tékka á austurströndinni. Þaðan förum við til Melbourne og verðum í 6 daga og svo förum við til Nýja Sjálands 21 des og verðum þar til 16. jan! Síðan verður flogið til Syndey þar sem verður tekið stutt stopp til að skella sér á Bondi og klifra upp Syndey harbor bridge og eitthvað. Þaðan verður flogið til Bangkok að öllu óbreyttu þar sem við verðum í nokkra daga áður en við fljúgum til London þar sem við lendum 25 jan!
Sem sagt spennandi timar framundan og örugglega langt þangað til maður fær svona langt frí aftur!!!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli