Litla Ísland í fréttunum
Litla Íslandið er bara daglega í sjónvarpsfréttunum hér í Ástralíu! Það hafði aldrei gerst síðan við komum hingað fyrr en í síðustu viku! Nema kannski þegar Björk kom fram á Big Day Out í febrúar hér í Perth.
Núna rétt áðan var talað um að milliríkjadeilu Íslands og Bretlands mætti líkja við Kaldastríðið og var sýnt frá Geir Haarde tala á blaðamannafundinum um lögin gegn hryðuverkum og svo var líka sýnt eitthvað viðtal við Gordon Brown... allt að gerast!
Verður fróðlegt að segja hvernig þetta fer, fatta samt ekki alveg hvernig Bretland getur sagt að samskipti þjóðanna ættu að haldast eðlileg og eitthvað og svo beitt lögum gegn hryðjuverkum... spes!
En jæja... hér á bæ er búið að grilla ekki 1 heldur 4 heimabakaðar pizzur í kvöld og renna niður svona eins og 1 bjór! Spring in the Valley á morgun og svo þrítugsafmæli á sunnudaginn. Þess á milli verður lært... er að spá í að láta David verða næsta fórnarlamb hnykkingaæfinga!
Over and out
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli