fimmtudagur, október 09, 2008

Sól hins rísandi banjós

Einhverra hluta vegna kom þetta uppí hugann áðan en sól hins rísandi banjós var trúflokkur sem var stofnaður einhvern tíma í dróttskátasveitinn af því að okkur vantaði tilefni fyrir auka frídag og þótti tilvalið að þetta væri heilagur dagur í nýja trúflokknum okkar! Bara svona smá fróðleikur... einhver man kannski eftir þessu:) Spurning um að endurvekja hann á þessum síðustu og verstu! Ég er t.d. ekki alveg að fatta hvernig maður á að borga reikningana hér í Oz þegar ekki er hægt að millifæra á erlenda reikninga.

En hér í Perth hækkar sólin á hverjum degi og veðrið er ÆÐI! Spáð yfir 30 stigunum í næstu viku...

Skólinn gengur sinn vana gang. Þessa dagana erum við að skrifa upp niðurstöður og umræður fyrir rannsóknina sem er frekar depressing en eini marktæki munurinn í öllum þessum mælingum og EMG og öllu er sá að fólk í verkjahópnum var með marktækt meiri verki en verkjalausi hópurinn... kemur á óvart!! Bara 4 einstaklingar búnir að eyða ca 200 klst í þetta hver!

Verknámið á Royal Perth er svona lala... það tekur eins og áður hefur komið fram milljón ár að komast þangað í strætó! Missti af strætó í gær af því að ég gleymdi veskinu heima og fattaði það útá stoppistöð, hitti sem betur fer á bekkjarfélaga sem lánaði mér pening fyrir strætó og ég rétt slapp inn um dyrnar á mínútunni... hefði samt geta sleppt því að stressa mig því sjúklingurinn var búinn að afboða! Og svo tókst þeim ekki að finna nýjann fyrir mig... það er eitt sem ég bara get alls ekki skilið! Það vantar sjúklinga! Við erum að tala um Reykjalund Vestur-Ástralíu og það vantar verkjasjúklinga... var að spá hvort þetta sé vísbending um að við séum að gera eitthvað vitlaust heima á Íslandi eða hvað!!! Maður lærir ekki mikið þegar sjúklingana vantar... en annars er þetta fínt svo ég hætti nú þessu væli, er búin að fá fullt af "keisum"! Það verður gaman að fara að vinna sem þetta "venjulegu" ambúlant fólk þar sem er actually hægt að cleara einhvern part af body chartinu! Á mánudaginn var ég með 4.árs nema að fylgjast með mér með nýjan sjúkling, var auðvitað svaka "keis" en 4.árs nemanum fannst ég þvílíkt klár að vera að gera fulla taugaskoðun og muna nákvæmlega að td. psoas er L1-L3, aðallega L2 o.s.frv... haha, fattaði svo að það eru nú ekki svo margir mánuðir síðan að þetta hefði ekki sagt mér nokkurn skapaðan hlut en núna er þetta svo sjálfsagt eitthvað að setja saman hluta af taugaskoðuninni og hvort það er eitthvað sem skiptir máli eða ekki.

Um helgina er Spring in the Valley en það er n.k. uppskeruhátíð vínbændanna hér við bæjardyrnar og þeir bjóða fólki í vínsmökkun, lifandi tónlist og svona... búið að leigja risa stóra rútu og verður án efa mikið stuð! Tek myndavélina með....

Þangað til næst, verið jákvæð og knúsið hvert annað!

Engin ummæli: