laugardagur, ágúst 02, 2008

Íslenska krónan 1922-2008

Tökum dæmi:

Ég var að borga skólagjöldin mín fyrir þessa önn á fimmtudaginn. Þegar ég var að sækja um í þetta nám og reikna hvað þetta kostaði allt saman þá var ástralski dollarinn 55kr. Á fimmtudaginn var hann 78kr. Þetta þýðir að ég borgaði 250700 kr meira í skólagjöld fyrir eina önn!!!!!!!!!!!!!!!

Þegar við komum hingað til Ástralíu í lok janúar var ástralski dollarinn enn 55 kr... leigan á mánuði hefur þannig hækkað um 23000kr. Á 12 mánuðum er það 276000 kr.

Hvernig væri nú að fara að jarða þetta fyrirbæri sem íslenska krónan er!!

Ég las einhvers staðar að einhverjum bankamógúlnum þætti ekki tímabært að taka upp evruna... ég bara skil ekki hvað stjórnmálamenn á íslandi eru að pæla... það er ekki eins og evran verði tekin upp á morgun þótt þeir byrji að vinna að því, þetta tekur mörg, mörg ár.

Engin ummæli: