sunnudagur, ágúst 10, 2008

Getur verið að það sé að koma vor??????

Maður þorir varla að hugsa það en rigningin sem einkenndi júlímánuð lét sig hverfa og hefur verið um 20 stiga hiti alla daga í ágúst. Merkilegt hvað það rigndi hundum og köttum á hverjum einasta degi í nokkrar vikur og svo bara einn daginn fór sólin að skína og hefur ekki farið neitt síðan:) Það var orðið frekar mikið böggandi að hjóla uppí skóla í þessari rigningu en ég fór ekki þurra ferð í 2 vikur! Ég tók líka eftir því áðan að eitt tréð fyrir utan gluggan hjá mér er allt út í knúbbum... það hlýtur að vera merki um betri tíð! Í allri þessari rigningu hefur hins vegar grasið í Oz sprottið sem aldrei fyrr og þeim finnst allt vera rosalega grænt núna!

Helgin er búin að vera mjög fín, byrjaði á föstudagskvöldið með því að bekkurinn fór út að borða og héldum svo yfir götuna á pubbin... Á laugardaginn fórum við David í bæinn, fórum í allar raftækjaverslanir Perth held ég og fengum ekki stykkið sem hann var að leita að í talstöðina... Hins vegar endaði ferðin á því að ég keypti mér geggjað flotta pæjuskó:) Elduðum góðan mat um kvöldið og tjilluðum við sjónvarpið (ÓL auðvitað). David er svo búinn að vera að vinna í allan dag og ég búin að vera að reyna að læra, er búin að lesa einar 7 greinar í dag og einn bókarkafla sem er mun meira en ég hef gert alla önnina til þessa!!

Ólympíuleikarnir eru í sjónvarpinu næstum því 24/7 hér í Ástralíunni. Þeir auðvitað sýna langmest frá því sem ástralir eru að keppa í en eru samt með ágætis umfjöllun um aðrar greinar líka. Ég er t.d. búin að horfa á Phelps setja ólympíumet í morgun, tók eftir því að hann var ekki í nýja Speedo undrinu heldur bara ber að ofan... ekki leiðinleg sjón get ég sagt ykkur! Svo er maður búinn að horfa á pínku litlu kínversku stelpurnar í fimleikum, strandblak og waterpolo svo eitthvað sé nefnt. Þeir vita hins vegar ekki hvað handbolti er og hafa engan áhuga á því hérna megin á hnettinum!

Framundan er svo nóg að gera. Um næstu helgi erum við að fara í útilegu til Manjedal sem er Úlfljótsvatn þeirra Vestur-Ástrala. Helgina þar á eftir erum við svo að fara til Melbourne í heila 5 daga í brúðkaup. Skólalega séð er auðvitað allt komið á fullt og það verður nett geðveiki framundan þar sem þessar 2 helgar fara augljóslega ekki í lærdóm!! Við erum að byrja að mæla í rannsókninni okkar í næstu viku sem er frekar tímafrekt og svo er nóg að lesa líka. Við erum svo heppin að það rignir inn tölvupóstum þar sem fólk lýsir yfir áhuga sínum að taka þátt svo við ættum ekki að lenda í neinum vandræðum með það, aðalmálið er að finna tíma milli fyrirlestra til að gera mælingarnar. Verknámið komið af stað og skulum við bara segja að þetta verður áhugavert, annar verknámskennarinn er þekkt fyrir að vera algjört skass þegar kemur að skýrslugerð svo okkur mun þottþétt koma vel saman... segjum ekki meira um það.

Farin að elda sunnudags"steikina" (aka pasta). Over and out, Guðný

Engin ummæli: