miðvikudagur, júlí 30, 2008

Skólinn byrjaður

Það er miðvikudagur í dag en vá hvað ég þarf á helgi að halda.... af hverju byrjar alltaf allt á mánudegi?? Skólinn hefur sem sagt farið af stað með látum, það er ekkert verið að byrja rólega fyrstu vikuna neitt! Á mánudaginn vorum við í tímum frá 9-4, í gær frá 8-6 og í dag frá 9-5... er verið að grínast í mér eða?? Ég beið nú bara eftir földu myndavélinni þegar þeir voru að segja frá tímasókninni!

Verknámið byrjaði aftur í dag, var engan veginn að nenna að fara í þann pakka aftur en þetta reyndis vera góður dagur. Við tókum smá session í hnykkingum með Will supervisornum okkar og hnykkti ég hálsi, brjóstbaki og mjóbaki þann hálftímann sem mér fannst nú bara nokkuð góður árangur svona þegar tekið er tillit til þess að við byrjuðum í hnykkingakúrsnum í gær!

Í gær vorum við í fyrsta tímanum í lífeðlisfræði verkja og ég sat þarna í 2 klst og var að spá hvort maðurinn væri að tala kínversku eða hvað... þessi kúrs verður án efa mjög spennandi en shit hvað þetta er eitthvað flókið, við erum að tala um að við förum í þetta allt á frumulevel og það er farið í þetta allt afar nákvæmlega, ég var alveg ekki með á nótunum í þessum tíma!

Þessi önn lítur reyndar út fyrir að vera mjög spennandi og kúrsarnir tengjast meira því sem við erum að gera, engin tölfræði, engin journal club, ekkert evidence based practice og rannsóknin okkar snýst núna um það að gera mælingarnar og vinna úr þeim sem er mun skemmtilegra en öll undirbúningsvinnan á síðustu önn.

David er að vinna, hann er á næturvöktum alla þessa viku nema föstudaginn... gaman að því! Hann er farinn í vinnuna þegar ég kem heim úr skólanum eða ég kannski næ honum hérna heima í klukkutíma eða svo og svo kemur hann heim þegar ég er að fara á fætur á morgnana! Ég hef þess vegna enga afsökun fyrir að nenna ekki að læra... hef mig bara ekki í það að setjast niður með bækurnar og fara að einbeita mér eitthvað!! Þannig að tímanum er í staðinn eytt í að skrifa þetta blogg og hanga á facebook og eitthvað. Byrja á morgun....

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hljómar umm spennandi.. skemmtu þér vel i skólanum:D