Nóg að gera
Útilegan um síðustu helgi var rosa skemmtileg, við vorum í Manjedal sem er skátamiðstöð vestur ástrala og þar var farið í alls konar þrautabrautir, klifur, bogfimi, gönguferðir og auðvitað sólbað. Svo var borðað fullt af góðum mat og drykk. Set inn myndir við tækifæri, þær eru ekki komnar í tölvuna.
Svo er bara verið að læra á milljón þangað til við förum til Melbourne á fimmtudaginn. Það er orðið nóg að gera í skólanum og ég fer í eitt próf daginn eftir að við komum frá Melbourne og annað viku seinna. Svo erum við á fullu að vinna að rannókninni og gera mælingar. Það hefur gengið vonum framar hingað til.
Í Melborune er planið þannig að við komum seint á fimmtudagskvöldinu og förum svo snemma á föstudeginum til Philip Island þar sem brúðkaupið er. Förum í einhverja mörgæsaferð á föstudagskvöldinu. Á laugardaginn er svo brúðkaupið. Á sunnudagsmorgni förum við aftur til Melbourne og ætlum á AFL leik um kvöldið. Mánudagsmorgni verður eytt á Ramsay Street að heimsækja Dr. Karl og fleiri góða kunningja:):) Þaðan verður farið í bæinn, kíkja í búðir og skoða mannlífið, heimsækja vini frá Kandersteg og fleira. Þriðjudagsmorgunn fer í áframhaldandi skoðunarferðir um Melbourne og verslunargötur og svo fljúgum við heim í eftirmiðdaginn. Þá tekur við undirbúningur fyrir verklegt próf á miðvikudagseftirmiðdaginn!!!
Veðrið hér í Perth hefur leikið við okkur síðustu vikuna, verið um og yfir 20° á daginn og það er farið að færast líf yfir bæinn, Ástralir farnir að taka fram bátana sína og sjóskíðin og svona eftir 2 mánaða dvala. Wildflower seasonið er líka að byrja og það er enginn skortur á blómum og trjám sem maður hefur aldrei séð áður! Í Melbourne er aftur á móti spáð um 15 stiga hita og skúrum megnið af tímanum sem við erum þar...
Bið bara að heilsa í bili, bækurnar bíða. Farið vel með ykkur, Guðný
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli