
Í dag voru einhver 22 þúsund heimili í Perth án rafmangs þar sem óveðursstormur hefur verið að fara yfir Perth í dag. Þetta óveður felur í sér rigningu, rok og 15° hita. Canning áin sem við búum við flæddi langt yfir bakka sína og Swan river líka sem olli því að vegir voru lokaðir í dag sökum vantselgs og roks! Ég hef komist að því að trén hérna í Oz þola ekkert sérstaklega mikið rok enda með rótarkerfi sem nær alveg heila 10 cm niðrí jörðina eða eitthvað álíka... trjágreinarnar brotna undan smá rigningu! Þök og girðingar eru búnar að vera að fjúka og valda tjónum í dag en þetta rok er kannsi einhverjir 12m/sek...
Þessi vetur er víst einhver sá versti vetur í Perth í áratugi hvað varðar rigningu og rok... dæmigert að það sé árið sem ég er hérna!! Vona bara að þetta fari að ganga yfir áður en skólinn byrjar aftur með tilheyrandi hjólaferðum.
Ég er búin að fá stundaskrá fyrir næstu önn sem lítur bara nokkuð vel út og búin að komst að því að ég verð í verknámi í klínikinni í skólanum sem er afar heppilegt auk þess sem verknámskennararnir eru góðir, býst við að læra mikið þar og vera í leiðinni hökkuð í spað!
David er í vinnunni, hann gæti liggur við flutt á hótelið í Burswood, tekur því varla að koma heim... hann er að vinna einhverja 80 tíma í þessari viku! Hann er samt hæst ánægður með þetta þar sem suður-afríku rugby liðið býr á hótelinu þeirra þessa vikuna og hann er víst í því að hitta leikmenn og fá eiginhandaráritanir... hahahahah
Styttist óðum í Landsmót skáta á Akureyri og langar mig alveg óheyrilega mikið að koma heim enda enginn annar en stóri bró sem er mótsstjóri!!!! :( grenj!
2 ummæli:
Hæ :D
já landmót eftir 1 dag.. :D ég er að fara:) ég skal hugsa til þín daglega og senda þér strauma.. :D
bið að heilsa David og vona að þú skemmtir þér vel á meðan hann er að vinna..
btw.. gaman að lesa ferðasöguna ykkar..
kv.
hæ sæta, takk fyrir! Ég horfi á setninguna á eftir á netinu... hún er reyndar um miðja nótt hjá mér en maður lætur sig hafa það!!!
Góða skemmtun og hlakka til að heyra hvernig var!
Skrifa ummæli