miðvikudagur, júlí 23, 2008

Fríið að verða búið

Þá eru síðustu dagarnir í fríi að ganga í garð. Skólinn byrjar aftur á mánudaginn á fullu og við erum reyndar byrjuð að vinna í rannsókninni. Við erum byrjuð að fá greinar til að lesa fyrir næstu viku og fjör! Ég er alveg ekki að nenna að byrja en um leið og rútínan er komin í gang verður þetta örugglega fínt.

Í gærnótt lagði ég það á mig að stilla vekjaraklukkuna kl 0400 til að horfa á brósa flytja ræðu í beinni á netinu, var svo í svakastuði á tónleikum með Páli Óskari til kl 0520... allt auðvitað á Landsmóti skáta! Væri svooo til í að geta skroppið aðeins heim!!! Missi af aðalvarðeldinum sem er líka í beinni :( en við erum að fara útí Rottnest um helgina með áströlsku skátunum, þ.e. ef veður leyfir! Þar stendur til að skoða eyjuna og gróðursetja pálmatré og eitthvað sniðugt. Ætti að vera stuð! Tek myndavélina með...

Over and out í bili og mæli með að allir skelli sér til Akureyrar á laugardagskvöldið og skelli sér á mega varðeld sem er miklu, miklu skemmtilegri en brekkusöngur í Eyjum!! (sævar tilvalið að skella sér með junior)

Kveðja, Guðný

Engin ummæli: