Verð að bæta því við að það var ansi oft í ferðinni sem mig vantaði mömmu og pabba myndavél og nýju flottu linsuna hans pabba... þá hefði myndasíðan geta orðið national geographic þáttur!! Ef einhver sér sig knúinn til að gefa mér eitthvað þá er það alveg hugmynd:)
Annars er það helst að frétta yours truly ákvað að það væri tími til kominn að dröslast í ræktina eftir 7 mánaða hlé þar sem ég þóttist vera búin að komast að því að ég væri orðin fitubolla með enga vöðva í efri hlutanum! Með í kaupunum fylgdi tími hjá einkaþjálfara í mælingar og prógramm og eitthvað og ég ákvað í djókinu að skella mér í tíma. Átti nú ekki von á glæsilegum tölum enda bara búin að éta drasl síðan í próflestrinum (fransbrauð með nutella í morgunmat klikkar ekki:))og ekki hreyfa mig baun í bala. Alla vega... kemur svo að því að einkaþjálfarinn segjir mér að stíga á viktina... hef ekki stigið á svoleiðis fyrirbæri í 7 mánuði enda ekki til á heimilinu, er ekki frá því að púlsinn hafi hækkað um 15 slög á mínútu áður en stigið var uppá tækið en viti menn... mín bara búin að léttast um 3 kíló frá því ég fór á vigt síðast og þá var ég í ræktinni á fullu!!! Jibbíkóla... svona er að eiga ekki bíl gott fólk!! Ekki nóg með að maður spari milljón og með því í bensín heldur brennir maður fullt af kaloríum... snilld. Gallinn er sá að þetta þrusuvirkar til að stækka á sér lærin þannig að maður sé 10 mínútur að troða sér í þröngar gallabuxur....
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Öflug ertu kjella!! ;)
Hvernig var svo hjá einkaþjálfaranum?? Varstu erfið við hann??
Hehe... get ekki sagt að ég hafi lært neitt sérstakt í þessum tíma, hún gerði samt prógram sem er alveg ágætt, killer magaæfingar!! Búin að vera með harðsperrur útum allt í 2 vikur næstum því!
Skrifa ummæli