fimmtudagur, maí 15, 2008

Pæling

Hvað ætli það séu drukknir margir lítrar af kóki á dag í heiminum?

Alla vega... gleymdi að segja frá helsta afreki mínu í síðustu viku!!! Ég, Guðný Björg Björnsdóttir downlodaði Netter CD-ROM af bloggsíðu einni á spænsku N.B. og tókst svo (alveg sjálf og án allrar hjálpar(bara svona til að endurtaka mig)) að breyta formattinu á þessum downlodaða file (sem var í 6 hlutum) yfir á eitthvað format sem tölvan mín skilur (þurfti að downloda öðru drasli á netinu til þess). Síðan tókst mér alveg sjálfri að "búa til" annað geisladrif á tölvunni sem netter diskurinn góði situr núna í 24/7! Mér finnst þetta algjör snilld... allt með hjálp frá nýja besta vini mínum honum Google!

Kveðja úr góða veðrinu, Guðný

2 ummæli:

ÍsBirna sagði...

Vá!!!!!!!!!!!
Þú ert tölvuundur!!

Nafnlaus sagði...

þú átt skilið að fá orðu...