Mánudagur (the short english version follows:))
Í dag er mánudagurinn 19. maí og klukkan orðin 10 um kvöld OG yours truely er enn á lífi... sem þýðir að anatímíufyrirlesturinn og prófið í verknáminu er búið og endaði ekki með aftöku! Fyrirlesturinn var um iliotibial band friction syndrom eða "runners knee" og var svo umræðutími á eftir... maður hefur nú bara gaman að því! Hjólaði svo niðrá Bentley hospital í hádeginu í 25° hita og glampandi sól:) Þegar ég kom niðreftir komst ég hins vegar að þv í að sjúklingurinn minn fyrir prófið var búinn að afboða sig... great! Þeir eru sko ekki með Eirnýju í afgreiðslunni hérna, held að þær séu ekki með neitt of mikið á milli eyrnanna svo það var ekkert verið að finna annan sjúkling í morgun þegar þessi afboðaði! Ed mætti á svæðið og tókst með einstökum persónutöfrum að plata símadömuna í að reyna að redda nýjum sjúkling. Hálftíma síðar mætir sjúklingur og er þá hvort meira né minna en einn sjúkraþjálfarinn... ennþá meira great! En þetta reyndist vera alveg yndisleg kona og það sem betra er þá var hún með ekta mechanic compression einkenni í hálsi og brjóstbaki og ekkert taugavesen involved:) Ég gat gert nokkra downslopa og unilateral p-a's og hún var bara strax með betra ROM. Þannig að þetta gekk bara ágætlega held ég, fæ svo sem ekki einkunnina fyrr en í lok næstu viku!
Annars var síðasta helgi mjög fín, ég tók mér frí frá lærdómi á laugardaginn svona til að bjarga geðheilsunni (David's aðallega hehe). Við fórum niðrí bæ og svo í Sr James Mitchell park og höfðum það gott! Það var dæmigert Perth-ískt vetrarveður, glampandi sól og um 20 stiga hiti! David var svo að vinna á laugardagskvöldið og aðfararnótt sunnudagsins við casinoið hérna í Perth. Hann kom heim um hálf 6, svaf í nokkra tíma og var svo farinn aftur í vinnuna um 10 leitið og kom heim seint á sunnudagskvöldinu... ég notaði tímann í að læra.
Man ekki hvort ég var búin að segja frá því hérna að við David erum búin að vera að passa húsið fyrir eigendurna og fylgja í pakkanum 2 hundar!!! Ég hef komist að því að ég er ekki hundaeigandi í mér... að hirða upp skítinn eftir þetta er ekki beint spennandi fyrir utan það að íbúðin er öll í hárum! Myndi kannski fá mér hund ef ég byggi á sveitabæ einhvers staðar:)
Monday...
And I'm still alive which means that I've survived my anatomy presentation and my exam in the clinic... and both went fine I think so all is good. The presentation was on the iliotibial band friction syndrome. We had some problems with my patient for the clinical exam cancelling so I ended up assessing and treating one of the physios from the hospital... great! But it turned out well as she was really nice and had some nice mechanical issues in her neck without any complications so a very good exam patient!
David has been working a lot in the last few days...been working at AFL football, Casino, Perth Covention Centre, Western Force rugby and in Fremantle. Has been good fun and tiring, but get to see lots, experience many things and pay is pretty good:) Aussies are finding Winter cold, but how can you think 25 degrees is a temperature to put on heavy coats, hat and scarf! Looking forward to travelling and exploring in a few weeks, hope all is goodmwith you all...feel free to come to oz:)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Til hamingju með verklega prófið og fyrirlesturinn, þurfti að lesa lýsinguna á verklega tvisvar til að skilja eitthvað en ég er líka í fæðingarorlofi og brjóstagjafaþoku svo ég hef tvöfalda afsökun.
Greinilega hagstætt vetrarveður í Perth, svipað og góður íslenskur hásumardagur þegar almennilegir vinnustaðir gefa frí og götum er lokað svo fólk geti nú verið óáreitt úti og skoðað þetta gula á himninum.
Bestu kveðjur,
Sibba
Hún Eirný gæti tekið upp á því að rjúka down-under við þetta hrós og sækja um vinnu á spítalanum þínum. Þá yrðum við doomed og dæjum því án hennar myndu hlutirnir ekki ganga hjá okkur. Frábært hvað allt gengur vel hjá þér, þú mátt senda veðrið til okkar, því þó allt sé að verða grænt mjög hratt þessa dagana þá er lofthiti sjaldan meira en 11°C. Erum á leiðinni að senda þér langt email með meiri háttar slúðri. Kveðja Tobba og allir hinir miserables í Hlíðasmáranum.
Skrifa ummæli