laugardagur, maí 10, 2008

Vetrarveður

Í dag er gott dæmi um vetrarveðrið hérna í Perth. 24° hiti, hálfskýjað og stöku skúrir. Maður er orðinn ansi góðu vanur!!!! Annars er búið að vera alveg svakalega gott veður síðustu 2 vikurnar eða svo. Ef maður hefði nú einhvern tíma til að vera úti...

Það er ekki frá miklu að segja þar sem dagarnir bara líða og þeim er eytt ofaní skólabókum! Ætli highlight síðustu daga feli ekki í sér hjólaferðina inní miðbæ á síðasta sunnudag í þvílíkri bongóblíðu, 25km meðfram ánni! Sausage sizzle afmælisveislu í skátaheimilinu og tjahh... man bara ekki eftir fleiru svei mér þá...

Það styttist skuggalega mikið í lok annarinnar, 3 vikur eftir af skólanum núna. Það sem ég á eftir að gera á þessum þrem viku gæti hins vegar alveg fyllt nokkra mánuði held ég:) Ef ég verð enn á lífi á mánudaginn eftir rúma viku verður þungu fargi af mér létt en þá er ég að fara að flytja fyrirlestur í anatómíu og að fara í próf í verknáminu. Man þegar maður var í lokaklíník heima og fannst alveg hrikalegt að geta bara hitt skjólstæðinginn þrisvar sinnum fyrir klíníkina...

Nóg um það. Íþróttakennarinn er á Elton John tónleikum þessa stundina... að vinna! Svo er hann búinn að vera að vinna á fleiri AFL leikjum, rugby og að passa skemmtiferðaskip í Freo í vikunni. Honum hefur verið sett fyrir að skipuleggja vetrarfríið okkar en planið er að fara eitthvað norður af Perth í sólina og góða veðrið... Það er líka algjörlega hans hlutverk að setja myndir inná þessa síðu þannig að þið verðið að kvarta við hann:)

Farin að lesa um glycosamynoglycön og inter-leukin og eitthvað...
Guðný

Engin ummæli: