föstudagur, apríl 04, 2008

Meira um veðrið...

Ástralir hafa jafngaman af því að tala um veðrið eins og Íslendingar. Ég frétti það í gær að rigningin á mánudaginn hafi verið meðal mánaðarúrkoma fyrir apríl mánuð! Enda rigndi alveg þvílíkt, en samt... þetta var nú ekki það slæmt!

Síðasta sumar var það heitasta í WA í 30 ár og get ég tekið undir það að janúar og febrúar voru alveg svakalega heitir (38° á venjulegum degi) og desember var víst enn heitari, t.d. var 44° hiti á annan í jólum. Þetta ár var líka blautasti febrúar í 50 ár... og það rigndi í einn dag!!!! Sá dagur var svona svipaður og síðasti mánudagur. Magnað!

Svo eru Ástralir búnir að vera að kvarta yfir myrkri á morgnana sem mér finnst náttúrulega bara djók! Stór hluti WA-búa eru á móti því að vera með "daylight savings" en klukkan breyttist í lok mars og fór þá aftur um klukkutíma (er núna "bara" 8 tímum á undan íslandi). Það var mikið fjallað um það í blöðum í mars að það væri ennþá myrkur klukkan 7 á morgnana!! Vonandi hafa þeir tekið gleði sína á ný þegar klukkan færðist aftur en núna er sólin alltaf komin upp um kl 7 en orðið dimmt fyrr á kvöldin, byrjar að dimma bara uppúr 6.

Anyways... allt gott að frétta af okkur, mikið að gera í skólanum og maður er farinn að finna all verulega fyrir því að álagið er að aukast til muna. Mikið að gera í rannsókninni framundan og svo er próf eftir 2 vikur og verknám byrjar strax eftir þetta próf og læti. Erum í hálsinum núna sem er náttúrulega skítlétt og ekkert að læra fyrir eða æfa... eða þannig. David kláraði "öryggisnámskeiðið" í vikunni og ætlar að taka aukavinnu við öryggisgæslu í Subiaco oval en fyrir þá sem ekki vita þá þýðir þetta að hann verður á öllum rugby og AFL leikjum og um það bil öllum tónleikum sem koma til Perth, seasonið nýbyrjað í öllum boltanum, V festivalið framundan og fleiri spennandi tónleikar... ekki svo slæmt! Ég verð aftur á móti heima að læra!!

Alla vega... njótið helgarinnar, kveðja Guðný

1 ummæli:

ÍsBirna sagði...

lífið er náttúrulega ekki sanngjarnt - david á leikjum og tónleikum meðan þú situr og lærir úr þér lungun!!
en vel gert David!!