mánudagur, mars 31, 2008

Það hlaut að koma að því...

Mígandi rigning!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Þá erum við að tala um geðveika rigningu on and off í allan dag. Vaknaði í morgun við læti í rigningu og var eitthvað að velta fyrir mér að taka strætó uppí skóla en þarf þá að labba í 5 mín útí strætóskýli og skipta svo um strætó á leiðinni og eitthvað fyrir utan það að ég þarf að leggja af stað hálftíma fyrr ef ég ætla í strætó!!! Alla vega ákvað ég að taka skátann á þetta og hugsaði með mér að það hafi nú aldrei neinn holtið skaða af því að blotna aðeins auk þess sem húðin er gædd þeim ágæta kosti að vera vatnsheld! Um það bil 30 sek eftir að ég lagði af stað (með fótinn) var ég mikið að hugsa um að snúa bara við og skrópa, mikið djöfull var ég orðin blaut og skítkalt að auki. Svo eftir nokkrar mínútur til viðbótar var ég orðin það blaut að það var ekki séns að verða neitt blautari!! Það var ekki hræða á ferðinni þar sem venjulega eru milljón manns með hundana sína! Jæja... kom uppí skóla og skipti um föt, hefði samt þurft handklæði ef vel ætti að vera! Við vorum í anatómíutíma í morgun og vissi ég ekki betur en að við værum að fara í ökklan, var búin að lesa og undirbúa það en nei,nei... fyrirlesturinn var um hálsinn! Ekki beint í líkingu við ökklann!!! Svo var komið að því að hjóla heim... það hafði stytt upp svo ég ákvað að hjóla heim í þurru fötunum, það var einhvern veginn frekar óspennandi að fara aftur í blautu fötin í þessum skítakulda sem var í dag (eða eitthvað um 23 gráðurnar). Kom við í matarbúð á leiðinni heim, þegar ég kom aftur út var komin þessi þvílíka dema aftur!! Það var ekki einn einasti þurri þráður á mér þegar ég kom heim!! Fór í þriðja settið af fötum áður en ég dúðaði mig í flíspeysu og læti! Ég tel þetta greinilegt merki um að haustið er formlega komið, klukkan breyttist í gær og í dag er þetta glataða veður!! Hlakka til að koma heim og eiga bíl!!!!!!!!!

2 ummæli:

ÍsBirna sagði...

alltaf hressandi að komast í smá dembu!! var þetta svipað og tælandsrigningin??

Guðný sagði...

þetta var mjög svipað tælandsrigningunni!! annars er svo þetta fína veður í dag, 25 stiga hiti og sól... mjög þægilegt;)