Komin helgi enn og aftur
Þessi frívika í skólanum er að líða undir lok, ekki það að það hafi verið mikið frí en samt nauðsynlegt að fá tíma til að fara yfir allt sem við erum búin að vera að gera og vinna í verkefnum... er nú bara mjög sátt með hvernig til hefur tekist... eitt stykki anatímíuritgerð til þess að gera frá en skiladagur á henni er 14. maí 2008 kl 4 pm!!!! Geri aðrir betur;)
Annars er planið að taka því rólega í kvöld og á morgun er svo bekkurinn að hittast í BBQ. Restin af helginni fer í að stúdera ökklann og lesa greinar.
Ég fékk nú dálítið af furðulegum lúkkum þegar ég hjólaði heim í dag með beinagrind undir hendinni eða neðri útlim öllu heldur. Fékk þennan fót lánaðan í "beinagrindabankanum" í skólanum... snilld!
Anyways... ég er bara að steypa eitthvað því ég hef ekki frá neinu merkilegu að segja þannig að ég ætla bara að hætta. Hafið það gott um helgina, kveðja, Guðný
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
haha...ég hefði nú viljað sjá þig hjóla með þennan fót :P
hihi...
Skrifa ummæli