Jólabannerinn mættur!
Hér með er ég byrjuð að telja niður til jóla... reyndar löngu komin með jólatré á facebook en það er önnur saga... best að nota tækifærið og hvetja facebook notendur til að setja pakka undir tréð:) haha
Nóg um það! Ætlaði að óska Sunnu til hamingju með afmælið, orðin 25 ára hvorki meira né minna!!! Held að hún hafi verið svona um 10 ára þegar hún labbaði inná fyrsta skátafundinn sinn... var svo óheppin að fá mig sem foringja!
Nóg um það líka! Ef ég væri ekki að fara að flytja til útlanda væri ég löngu hætt með þetta blogg, hef akkúrat ekki frá neinu markverðu að segja!
En alla vega... það eru bara 44 dagar til jóla.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Takk takk fyrir afmæliskveðjuna.
Jebb ég byrjaði í skátunum hjá þér 10 ára gömul árið 1992, ég mætti að vísu á skátafundi tveim árum áður hjá Bennó og entist ekki....þannig að þú heillaðir greinilega meira en hann.
já - mín bara farin að telja niður til jóla!!! Ekki seinna vænna. vænti þess að jólaseríurnar verði komnar upp á miðvikudag!! ;)
Hehe... gott að vita að maður er meira heillandi en Bennó:)
Veit ekki alveg með jólaséríurnar, var að spá í að bíða með það í svona 2 vikur!! En maður veit aldrei, kannski ég skelli bara einni upp á morgun;) Við mútta ætlum að taka jólabaksturinn um næstu helgi þannig að þið bara rétt missið af smákökunum:) haha En það er ekki djók sko, það verður bakað um næstu helgi takk fyrir!
Skrifa ummæli