Jólabónusinn í ár!
Fjáröflunarnefndin fyrir Tæland 2005 var svo ansk. öflug að við áttum afgang!! Þannig að nú fá allir óvæntan 20þús kr jólaglaðning;) Spurning hvað maður á að gera við peninginn... ég er að spá í að eyða honum í eitthvað skemmtilegt í singapore. Er búin að setja sjálfa mig í verslunarbann nema á afmælis- og jólagjafir. Ekki það að ég sé búin að spreða svona mikið heldur má maður víst bara vera með 20 kg í farangri og ástæðulaust að kaupa eitthvað sem verður ekkert notað næsta árið.
Er svo líka á leiðinni til Svíþjóðar eftir 4 daga... nánar tiltekið til Gautaborgar í heimsókn til Bigga, Helgu og Gunnsa sæta! Aldrei að vita nema maður geti eytt einhverju þar!! Gunnar er að minnsta kosti búinn að plana hitt og þetta sem við ætlum að gera eins og að fara í Liseberg og á eitthvað kaffihús og hitt og þetta!
Later
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli