Nýjustu fréttir
David var að fara út í morgun þannig að ég er alein heima... og verð þangað til í desember :( Það var klikkað veður á leiðinni útá flugvöll, brjáluð snjókoma og bílar að slæda þarna útum allt, keyra beint yfir hringtorgið og stuð!!
En helstu fréttir þessa dagana eru þær að allt er frágengið fyrir Ástralíu. Búið að fá dvalarleyfi og panta flug og alles. Við fljúgum til London 9. jan og verðum þar í viku. Fljúgum svo 16. jan til Singapore, ætlum að vera þar í 2 daga að skoða okkur um og svona og fljúga svo til Perth 19. jan, lendum þar að morgni 20. Þá tekur við að finna sér húsnæði og koma sér fyrir... jibbíkóla. Skólinn byrjar svo ekki fyrr en 11. feb (þá byrjar einhvers konar undirbúningsvika) svo það ætti að vera smá tími til að chilla á ströndinni áður en fjörið byrjar;) Fékk nettan fiðring þegar flugið var pantað.
Svo ætlum við mamma líka að skella okkur til Svíþjóðar í lok nóvember í helgarheimsókn til Bigga og co... ómögulegt að flytja til Ástralíu án þess að hafa kíkt á þau áður!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Vá!!!
Styttist í þetta!! Spennandi...
Skrifa ummæli