fimmtudagur, nóvember 01, 2007

Veðrið

Er enginn orðinn leiður á þessu ömurlega veðri sem er búið að vera hérna frá því í lok ágúst?? Ég nenni ekki þessu rugli... hangi bara í tölvunni og les mig til um strendurnar í nágrenni við Perth. Vá hvað ég ætla að læra að surfa og kafa og synda með höfrungum og alls konar!! Horfði á Nágranna í dag... það var sól í þáttunum;)

Annars fullt framundan... Ólöf með "kveðjupartý" á morgun, galadinner hjá skátum á Hilton, afmælishátíð skáta í Fífunni á laugardaginn, skáta-hitt og skáta-þetta!

Over and out, Guðný

p.s. það er 1. nóvember og í dag eru jólaauglýsingar á fullu í sjónvarpinu!! Hvað er málið??

2 ummæli:

ÍsBirna sagði...

já - hvernig væri nú að skella aðeins sól á okkur hér??
Og svona 20° hita... þarf ekki meira til að gleðja mig!!

hvernig er það... er einhver upphitun fyrir jólahlaðborðið??

Guðný sagði...

Jú, ég ætlaði að hafa hitting í næstu viku eitthvað kvöldið... verð í bandi;) Svo var Dóran að spá í vísindaferð í sveitina...