föstudagur, september 14, 2007

Hertoginn af Kent var á Íslandi í vikunni og lét mig ekki einu sinni vita af því... við sem vorum orðin svo góðir virnir þarna á skátamótinu... spjölluðum heilmikið saman, honum fannst til dæmis mjög merkilegt að "ég væri svona ung og hefði samt farið á svona mót áður". Ég veit ekki hvað hann hélt eiginlega að ég væri gömul! En maður gleymist greinilega bara strax, out of sight, out of mind! Ég er viss um að Vilhjálmur hefði boðið mér ef hann hefði verið að koma til Íslands... enda gáfum við honum íslenskan skátaklút og eitthvað til að minna á okkur;)

En jæja, ég er farin að pakka niður fyrir útilegu, verð á Úllavatni um helgina að skipuleggja skátafundi á fullu og hafa gaman!!

Engin ummæli: