sunnudagur, september 09, 2007

Helgi

Oh hvað ég elska helgar, maður getur legið í leti, farið í útilegur og bara gert það sem manni dettur í hug!! Þessa helgina er ég búin að vera að gera Skrapp-albúmið frá Tælandsferðinni sem ég byrjaði á fyrir svona 2 árum!! Er búin með fyrstu 13 dagana í ferðinni... er að hugsa um að setja mér það markmið að vera búin að klára það áður en ég fer til Ástralíu!! Annars fór ég líka í afmæli til Hildigunnar uppá Skaga á laugardaginn þar sem highlightið var þegar Eyvi kom og söng Nínu, Álfheiði Björk og fleiri góð lög!

En talandi um Ástralíu þá setti ég í djókinu inn veðrið í Perth... það er reyndar ekki alveg að marka þetta því eins og t.d. núna þegar klukkan er að verða 8 um kvöld hérna heima er klukkan að verða 4 um nótt þar og hitinn því ekki nema 8 gráður! En ágætt að fylgjast aðeins með hverju maður á von á þarna... ég er strax farin að kvíða fyrir að ákveða hvaða föt maður tekur með...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já það verður gaman að koma og sjá Tælandsalbúmið!!