sunnudagur, september 23, 2007

Ég er að skoða flug til Ástralíu og vá hvað þetta er eitthvað flókið... Ég get t.d. bara keypt miða aðra leiðina því það er bara hægt að bóka 12 mánuði fram í tímann en far aðra leiðina er miklu dýrara... :( Þar að auki er þetta á háferðamannatíma sem við förum! Svo er spurning um hvar manni langar að millilenda uppá með hvaða flugfélagi maður á að fljúga o.s.frv. t.d. fljúga með Thai airways og vera í Bangkok í nokkra daga, eða fljúga með Singapour airlines og millilenda þar eða Malaysia airlines og lenda Kuala Lumpur... það eru endalausir möguleikar!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já - ef svona veldur manni ekki valkvíða þá veit ég ekki hvað!!!