Ég las í fréttablaðinu í dag um heyrnarskerta stelpu sem vinnur á kassa í IKEA. Ég á bara ekki til orð yfir það hvað fólk er dónalegt, hvað er að??
Þegar ég vann í þjónustumiðstöð eins ágæts fyrirtækis hér í bæ þá var það daglegt brauð að vera kallaður einhverjum ljótum nöfnum. Fólk hringdi oft alveg brjálað og byrjaði á að kalla mann helvítis druslu og tík og bara öllum ljótum nöfnum sem til eru... og svo vildi fólk fá einhverja þjónustu, býst það virkilega við því að maður fari að gera því einhverja greiða útá það að vera kallaður fífl og fáviti?? En ég helt samt að fólk léti bara svona í símann því það væri einhvern vegin auðveldara!! En útfrá reynslu þessarar stelpu í IKEA þá virðist virðast ekki vera nein takmörk hjá fólki... Það fáránlega er að þetta fólk skammast sín ekki einu sinni eins og konan sem sagði heyrnarskertu stelpunni að hún ætti þá bara að finna sér aðra vinnu! Maður á bara ekki til orð!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
sammála!!
fjandans dónar eru þetta!!
Skrifa ummæli