sunnudagur, september 30, 2007

Hellaferð

Í gær fór ég með Árbúum í dagsferð í Heiðmörkina. Við fórum m.a. í Maríuhella... ég stóð þarna í þrönga hlutanum og tók á móti krökkunum niður og svo skoðuðum við alla króka og kima! Í dag er ég með harðsperrur í lærunum takk fyrir! Bara eftir að standa í hnébeygjunni í dáldinn tíma... össss

Annars komst ég að því þegar ég byrjaði aftur í ræktinni um daginn eftir aðeins of langt frí að ég var búin að léttast frá því í vor!! Segir mér bara það að vöðvarnir eru orðnir að majonesdrullu... staðfest með harðsperrunum í dag!!

En hellaferðin var skemmtileg, enduðum á að grilla pyslur og hækbrauð yfir eldi... uppáhaldið mitt;) yummy

Engin ummæli: