sunnudagur, desember 10, 2006

Búin að borða yfir mig!!!!

Desember er bara rétt að byrja en ég er búin að borða þvílíkt mikið af mat, nammi og kökum að það er ógeðslegt! Það eru endalausar veislur og kökur útum allt... og auðvitað segi ég ekki nei takk! Frá og með morgundeginum er ég komin í nammi og kökubindindi þar til á þorláksmessu!!! (eins og það breyti einhverju)

Það er mest lítið búið að vera að gerast, búin að vera að vesenast í eldhúsinu uppi alla vikuna, það fer allt að verða til, vantar bara rafvirkjann til að klára og þá er ég laus við gamla fólkið úr eldhúsinu mínu;) Ekki að það fari mikið fyrir þeim!!!

9 vinnudagar til jóla hjá mér! Ekki slæmt það því svo verð ég í fullt af fríi um jólin;) David kemur 19.des og verður fram í jan... verður mjög ljúft!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ummm... verður næs að komast í jólafrí.
Verður að passa þig að missa ekki niður köku- og nammiþol fyrir jólin. Er svo slæmt ef maður getur ekki borðað nóg... ;)

Guðný sagði...

Hehe... góður punktur!! Ég er búin að standa mig nokkuð vel í áti þessa helgina;) Verð í bandi eftir helgina ef ég get eitthvað hjálpað!!