Banaslys í umferðinni...
Þessu ætlar ekkert að linna, svei mér þá!! Ótrúlegt að heyra hverning fólk hagaði sér þarna á Vesturlandsveginum, keyrði framhjá slysstað og setti fólkið sem var að reyna að hjálpa þar með í stórhættu... svo loksins stöðvaðist umferðin og þá varð fólk alveg brjálað yfir hægaganginum í löggunni etc. Heyrði frá einum sem var þarna í bílaþvögunni að fólk hefði verið virkilega dónalegt, blótað löggunum í sand og ösku!! Fólkið heyrði svo í fréttum að um banaslys hafi verið að ræða og þá allt í einu sá það að sér og hringdi til að biðjast afsökunar!! Hvaða máli breytir það hvort þetta var banaslys eða ekki, auðvitað þarf að rannsaka ýmsa hluti áður en hægt er að fjarlægja bílana?? Í hvernig þjóðfélagi býr maður eiginlega? Hef líka heyrt frá læknunum í kringum mig að fólk sem kemur að einhverjum sem liggur t.d. slasaður einhvers staðar hringir bara í 112 og fer svo!!! Kommon, jafnvel þótt maður geti ekki gert neitt þá bíður maður alla vega hjá fólkinu eftir sjúkrabílnum...
Jæja, alla vega... jólastressið í algleymingi þessa dagana. Ég er búin að vera að þrífa eldhúsinnréttingunga í 2 daga!!! Líka búin að baka sörur, kaupa síðustu jólagjöfina, skrifa á jólakort og eitthvað fleira um helgina.
4 vinnudagar til jóla, jibbíí! Þeir verða notaðir til að þrífa meira, klára jólakortin, skreyta og eitthvað svoleiðis... er ekki frá því að jólaskapið sé að bresta á, loksins!
Í guðanna bænum farið varlega í umferðinni í öllu jólastressinu!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli