sunnudagur, desember 03, 2006

Var að fatta að niðurteljarinn minn gerir greinilega ráð fyrir því að jólin séu 25. des þannig að maður getur mínusað einn dag frá! Ekki nema 3 vikur til jóla í dag. Ég er búin að kveikja á fyrsta kerti aðventukransins og fullt af öðrum kertum og cinnamon ilmkerti og bara jólafílingur í botni þessa stundina. Er að reyna að komast í jólaskap! Allar hugmyndir um hvernig á að komast í jólaskap vel þegnar.

Annars búin að vera að þrífa alla helgina, fyrst efri hæðina í gær og svo hjá mér í dag... gaman, gaman! Notaði tækifærið og breytti smá hjá mér og setti pínu jólaskraut.

Annars er ég búin að gera fullt skemmtilegt síðustu daga, fara í afmælisveislu til mömmu, fara á Rockstar tónleikana og fara á jólahlaðborð (eða fór ekki neitt heldur kom það hingað). Rockstar tónleikarnir voru rosa skemmtilegir, kom mér verulega á óvart!!! Hrikalega eru gaurarnir í húsbandinu góðir, ég gleymdi mér alveg í að horfa á hljóðfæraleikarana, algjörir snillingar! Er búin að vera með lögin alveg á heilanum! Svo var jólahlaðborðið á föstudeginum og var bara vel heppnað held ég, maturinn góður og skemmtilegt fólk sem er að sjálfsögðu aðalatriðið! Svo vaknaði maður um 7 á laugardagsmorningum til að fara á námskeið. Langþráður svefn er svo á dagskrá í nótt!!

Engin ummæli: