fimmtudagur, október 26, 2006

Komin heim

Þeð er ótrúlega gott að skipta aðeins um umhverfi og komast úr rútínunni! Þó að ferðin hafi verið stutt þá var hún alveg æðislega fín. Við vorum bara í rólegheitum, kíkt í búðir og farið á kaffihús og pöbba, í bíó og svoleiðis. Veðrið var fínt, 15-18 stiga hiti en skúrir, haustlitirnir voru rétt að byrja.

Ég kom heim í gærmorgun, lagði af stað útá flugvöll kl 3 um nóttina að íslenskum tíma, var komin heim á hádegi og mætti svo í vinnuna seinni partinn í gær... þreytt!!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ummmm... langar í hita. langar að geta farið út án þess að frjósa inn að beinum í kuldanum!!!
hvenær er svo næsta hitt??