Komin heim
Þeð er ótrúlega gott að skipta aðeins um umhverfi og komast úr rútínunni! Þó að ferðin hafi verið stutt þá var hún alveg æðislega fín. Við vorum bara í rólegheitum, kíkt í búðir og farið á kaffihús og pöbba, í bíó og svoleiðis. Veðrið var fínt, 15-18 stiga hiti en skúrir, haustlitirnir voru rétt að byrja.
Ég kom heim í gærmorgun, lagði af stað útá flugvöll kl 3 um nóttina að íslenskum tíma, var komin heim á hádegi og mætti svo í vinnuna seinni partinn í gær... þreytt!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
ummmm... langar í hita. langar að geta farið út án þess að frjósa inn að beinum í kuldanum!!!
hvenær er svo næsta hitt??
Skrifa ummæli