mánudagur, október 30, 2006

Pælingar um blogg

Það er virðist vera orðið ótrúlega algengt að fólk sem á við erfið veikindi að stríða eða foreldrar með veik börn blogga um veikindin, meðferðina o.s.frv. Í raun finnst mér það bara mjög sniðugt, það er án efa mun auðveldara að setjast niður og skrifa hugsanir sínar niður heldur en að vera endalaust í símanum að tala um hlutina. Það sem mér finnst hins vegar nett fáránlegt á þessum síðum er að skoða kommentin. Hið dæmigerða komment á svona síðu er eitthvað á þessa leið: "Ég þekki ykkur ekki neitt en tárin bara streyma..." Auðvitað er það voðalega sorglegt þegar lítið barn deyr og ég myndi ekki óska neinum að lenda í þeirri lífsreynslu en mér finnst dáldið ýkt að sitja með ekka fyrir framan tölvuna yfir því að einhver sem ég þekki ekki neitt er veikur etc. Á maður þá ekki bara líka að gráta yfir börnunum sem svelta í afríku og hermönnum sem deyja í Írak... Þetta horfir hins vegar allt öðruvísi við þegar maður þekkir fólkið sem um ræðir. Svo eru það líka kommentin þar sem bláókunnugt fólk er að koma með ráðleggingar eins og t.d. "þú ert svo mikil hetja, þú myndir ráða við hvað sem þér dettur í hug að taka þér fyrir hendur, blaðamaður, þingkona, sálfræðingur..." Ekki ætla ég að fara að ráðleggja bláókunnugu fóki við hvað það á að vinna eða hverning það á að vinna úr sorginni etc. Æ, ég bara skil þetta ekki alveg!!

Engin ummæli: