Í gær eða fyrradag var verið að tala um það í fréttum að Landsflug ætlaði að hætta áætlunarflugi til Vestmannaeyja, það voru tekin viðtöl við fullt af fólki. Því fannst bara sjálfsagt að ríkisstyrkir þyrftu að koma til svo hægt væri að vera með áætlunarflug þarna á milli. Bæjarstjórinn talaði mikið um hvað Vestmannaeyjar væru stórt bæjarfélag og gott atvinnulíf og bla bla... ef þetta er allt svona æðislegt og frábært þá hlýtur Vestmannaeyjabær að geta séð um þetta flug þarna á milli... alla vega fæ ég ekki skilið af hverju "ríkið" (= ég og þú) ætti að fara að borga undir rassinn á fólki sem lagar að búa í vestmannaeyjum en vill geta flogið á milli. Tala nú ekki um einhver helv. göng milli lands og eyja!!! Ef ég fengi einhverju ráðið þá yrði nú bara lögð niður byggð þarna á þessu skeri þar sem er alltaf skítaveður og þoka!
Álíka gáfulegt eru jarðgöng milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar... til hvers er verið að eyða einhverjum milljörðum í að þessar 100 hræður geti stytt sér leið til akureyrar?? Þetta er nú meira bullið...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli