laugardagur, september 23, 2006

Í gær var partý hjá skemmtilega fólkinu! Loksins að maður hitti fólkið, mikið spjallað og horft á tælandsmyndir og sungið og bara allur pakkinn! Alveg hrikalega gaman, takk fyrir mig Birna og Einar!! Set inn myndir svona þegar ég finn snúruna!

Annars var ég að fatta að ég gleymdi að segja frá væntanlegum utanlandsferðum!! Ég er aldrei alveg í rónni fyrr en það er einhver ferð á planinu!! Og nú eru þær a.m.k. tvær og sennilega fleiri en alla vega fer ég til Englands í október. Svo er önnur ferð á planinu til Englands næsta sumar en það er ferð á alheimsmót skáta sem er lengri saga! Reyndar er svo líka ameríuferð í bígerð en það kemur í ljós síðar.

Engin ummæli: