Í gær gerðist ýmislegt merkilegt get ég sagt ykkur:
a) Frumraun mín í bílabóni... verður maður ekki að reyna að halda þessari dollu hreinni og svona þegar maður er á nýjum bíl!! Pabba fannst aðfarirnar reyndar eitthvað hlægilegar og fannst ég vera eitthvað lengi!!
b) Ég fór á Fylkisleik og fylkir tapaði ekki... það hefur ekki gerst í mörg ár! Þeir unnu reyndar ekki heldur en 1 stig er betra en ekkert ekki satt??
c) Guðný keypti jólagjafir!!!!!!! Jahhh... tók mig bara til og verslaði og verslaði og það heima í stofu! Elska netverslanir... Ekki nema 16. september takk fyrir og gleðileg jól, á bara eftir að kaupa eitthvað um 3 jólagjafir!! Þetta er náttúrulega klikkun!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli