Ferðasagan
Ferðin út til Sviss var náttúrulega algjört æði en fyrsta afrek ferðarinnar var tvímælalaust það að mér tókst að fara út með aðeins 12,6kg og inni í því er þyngdin á bakpokanum sjálfum, 2 kg af íslensku nammi, gönguskór, göngustafir, regnföt og alls konar göngudót svo mér þótti þetta ansi vel af sér vikið!!!
Ferðin byrjaði samt í nettu stressi (eða kannski bara miklu!!) því Icelandair vélin var alltof sein í loftið og afsökunin var sú að töskuhlaðmennirnir hafi ekki undan og færiböndin biluð (ef einhver getur útskýrt fyrir mér hvers vegna í ansk. þeir setja öll flug á sama hálftímann og hafa svo ekki undan að hlaða vélarnar þá væri ég alveg til í að reyna að fatta þetta!). Þar fyrir utan þá neitaði gellan í tékk-inninu að tékka farangurinn alla leið því ég keypti framhaldsflugið ekki í gegnum flugleiði. Allt varð þetta til þess að minns var að deyja úr stressi því ég hafði bara 2 tíma frá því að ég átti að lenda og þangað til hin vélin átti að fara í loftið og maður átti að tékka inn klst fyrir brottför... en þetta reddaðist því konan hjá Air Berlin var alveg ofurnæs og leyfði mér að tékka mig inn þótt ég hefði komið 20mín fyrir brottför, ég hljóp útum allan flugvöll, svindlaði mér framfyrir í öllum security röðum og vegabréfaröðum og hljóp svo alla leið útí vél en þar var full flugvél af fólki að bíða eftir mér!! Fílaði mig hálfbjánalega, allir pirraðir útí mig! Svo var ég líka alveg kófsveitt búin að hlaupa um allan flugvöll og að auki var 35° hiti í Frankfurt.
En alla vega nóg um þetta... ég komst til Zurich og þaðan tók ég nokkrar lestir til Kandersteg og var komin þangað um kvöldið. Næstu daga var svo bara verið í að labba upp á fjöll og skoða borgir, fara út að borða og óendanlega margar ferðir á böbba og diskótek. Ég var alveg hrikalega óheppin með veður, það var hitabylgja þegar ég kom út en hún entist bara í 3 daga og svo fór að rigna! Það snjóaði einn daginn niður í svona ca 1500m (kandersteg er í 1200m hæð) og skítkalt! Gallinn við þessa rigningu er að það er erfitt að ganga mikið á fjöll því allt verður svo rosalega hált og erfitt yfirferðar og svo er auðvitað ekkert hægt að klifra í rigningunni... en þessa daga var ég bara að skoða borgir og alls konar svoleiðis! Eftir 10 daga í Sviss fór ég til Þýskalands, hitti Bolla frænda í Mannheim og var svo hjá honum og Constanze í Hanau i 3 daga áður en ég kom heim. Það var auðvitað alveg rosalega fínt, vel tekið á móti manni og svoleiðis. Notaði einn dag í að fara til Frankfurt og auðvitað beint í búðir;) Læt bara myndirnar tala sínu máli, skelli þeim inná myndasíðuna! (svo má líka geta þess að eftir að hafa búið með 3 hundum og 1 ketti í 10 daga þá ætla ég aldrei að eiga húsdýr!!!)
Um leið og ég kom heim tók við undirbúningur fyrir brúðkaup Bigga og Helgu sem var helgina eftir, alls konar reddingar, sækja hitt og þetta, redda myndasýningu, tónlist og hitt og þetta. Brúðkaupið var alveg hrikalega skemmtilegt, athöfnin var algjör snilld, Sr. Sigfús fór á kostum!
Svo fór ég helgina eftir það í hringferð um Ísland með David, mömmu og pabba og Gunnari Birni. Fórum á klassíska staði eins og skaftafell, jökulsárlón, austfirðina, kárahnjúka, ásbyrgi, mývatn, dettifoss, hvalaskoðun á húsavík, sundlaug akureyrar og fleira... set líka inn myndirnar úr þessari ferð sem var algjört æði og við fengum geggjað veður, mælirinn fór í 27° í Atlavík!
David fór svo út í morgun og byrjar í skólanum á föstudaginn. Ég fékk því að vakna fyrir kl 5 í morgun til að fara útá flugvöll, alltaf gaman að vakna snemma!! Kaus Magna alla vega 10x finnst ég var vöknuð!!
Nú tekur bara rútínan við sem er ágætt í sjálfu sér...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Hehe... já er það ekki;) Hrikalega flottur staður!!
og ég ánægð með að þú skildir kíkja til Akureyrar :)
já, Akureyri stendur fyrir sínu... gott veður og fullt af brúnku sem maður náði í;) (meira en í Sviss a.m.k.)
Skrifa ummæli