HM
Jamm... næstu vikurnar má gera ráð fyrir að nokkuð margir sem ég þekki verði límdir við skjáinn og þurfi jafnvel að taka sér sumarfrí í vinnunni til að geta horft á sjónvarpið!!! Þó svo að ég hafi gaman af fótbolta þá skil ég þetta samt engan veginn! Ég ætlaði reyndar að kaupa mér áskrift af Sýn en ætla ekki að gera 365 það til geðs að borga 14þús kall fyrir... frekar fer ég á players og drekk fyrir 14þús kallinn á meðan ég horfi á þessa nokkra leiki sem ég hefði annars horft á hérna heima! Nú... svo maður spái aðeins í úrslitin þá held ég náttúrulega með Englandi en ég held samt að Brasilía vinni þetta! Svo er alltaf skemmtileg pæling hvaða lið er með flottustu búningana, á alveg eftir að tékka á því;)
Annars stefnir í að þetta verði róleg helgi, ég ætlaði að vera á hnappavöllum en það var hætt við klifurnámskeiðið á síðustu stundu, þá var planið að fara á Eyjafjallajökul en ömurleg veðurspá þar sem og á Fimmvörðuhálsi þannig að það verður að bíða betri tíma. Á morgun ætla Birna, Krilla og Kolla Vala að hjóla í Bláa lónið og kannski að maður skelli sér bara með, annars fer ég alla vega á Esjuna eða eitthvað...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli