laugardagur, júní 17, 2006

Hæ hó jibbí jei...

Fór ekkert niðrí bæ í dag og held að það sé í fyrsta skipti EVER sem ég er ekki í bænum á 17. júní fyrir utan nokkur skipti í útlöndum (heilt ár síðan við vorum á fljótamarkaðnum í Bangkok). Hef tekið þátt í óteljandi skrúðgöngum og ansi oft á skátaskyrtu einni klæða í grenjandi rigningu og roki... ákvað að gefa því frí í ár!!

Það sem er helst að frétta er að ég hef ákveðið að gerast sófakartafla og hefur bara gengið mjög vel síðustu tvær vikur. Eina hreyfingin sem ég fæ er að labba útí bíl og svo á milli ísskáps og sófa. Sýn er komin á heimilið! Í dag var horft á 2 fótboltaleiki og 1 handboltaleik. Íslendingar töpuðu gegn Svíum og ég held að tapi hafi sjaldan verið eins vel fagnað og í dag en við erum komin á HM og Svíarnir sitja heima... gaman, gaman!

Engin ummæli: