Mánudagsfrí... Elska svona langar helgar og svo er líka stutt í næstu helgi sem er mjög gott;) Þessi helgi var vel nýtt til að gera alls konar skemmtilegt.
Á föstudaginn eftir vinnu var drasli hent niður í bakpoka og brunað á Snæfellsnesið þar sem planið var að ganga á jökulinn. Á leiðinni fengum við update á veðurspána og ákváðum þá að fara bara beint uppá jökul og labba um kvöldið/nóttina. Við skiptum um föt í bílnum og byrjuðum að labba um hálf 11 leitið. Vorum komnar upp á topp kl 1. Fengum alveg meiriháttar flott sólsetur og flestir sleðamennirnir voru farnir að sofa þannig að þetta hefði ekki getað verið betra. Uppi hittum við fleira göngufólk sem hafði greinilega fengið sömu hugdettu og við. Við löbbuðum svo aftur niður og alveg niðrí bíl sem við skildum eftir við Sönghelli. Fórum svo heim til Ólafar og gistum þar, þar beið uppábúið rúm og finerí, alveg meiriháttar. Ætla að nota tækifærið og þakka foreldrum hennar Ólafar kærlega fyrir mig, þar var sko vel tekið á móti manni þar.
Þegar við vöknuðum daginn eftir var kíkt á rúntinn og dúlluðum okkur eitthvað. Mamma og pabbi sóttu mig svo um kvöldið (hehe... hljómar mjög fyndið) en þau voru búin að tjalda á Görðum og Biggi og fjölsk. líka á leiðinni. Þar var grillað og labbað í fjörinni, kíkt á selina o.fl. Pökkuðum saman morguninn eftir og héldum uppí Borgarfjörð í Daltúnið og eftir kaffi þar var haldið heim, neyddumst til að keyra Hvalfjörðinn þar sem göngin voru lokuð.
Annars er ég bara búin að vera að þrífa og þvo í allan dag... ekki svo skemmtilegt en nauðsynlegt engu að síður...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli